Umhverfisráðuneyti

466/1997

Reglugerð um breytingu á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990, með síðari breytingum - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um breytingu á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990, með síðari breytingum.

 

1. gr.

                Við 69. gr. reglugerðarinnar bætast nýjar mgr. sem orðast svo:

69.4.        Fjallaskálar skulu hafa viðunandi salernis- og snyrtiaðstöðu. Þar sem því verður við komið skal vera vatnssalerni og handlaug. Að öðru leyti gilda um fjallaskála ákvæði um gistiskála eftir því sem við getur átt þar með talinn frágangur umhverfis, neysluvatns, sorps og frárennslis. Þar sem svo hagar til að ekkert vatn er að hafa frá náttúrunnar hendi skal viðhafa sérstakar ráðstafanir til að forðast mengun.

69.5.        Krafa í 2. mgr. um lágmarksrými á hvern næturgest gildir ekki í fjallaskálum, enda sé þess gætt að loftræsting svefnrýmis sé nægjanleg.

 

2. gr.

                70. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

70.1.        Sækja skal um leyfi til heilbrigðisnefndar fyrir veitinga- og gististöðum, orlofshúsum og fjallaskálum samkvæmt þessum kafla og jafnframt skal gæta laga og reglna um veitinga- og gististaði. Við vinnslu starfsleyfa fyrir fjallaskála skal heilbrigðisnefnd fara eftir leiðbeiningum Hollustuverndar ríkisins.

 

3. gr.

                Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. gr. laga nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit með síðari breytingum og öðlast gildi þegar í stað.

 

Umhverfisráðuneytinu, 11. júlí 1997.

 

Guðmundur Bjarnason.

Sigurbjörg Sæmundsdóttir.

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica