Umhverfisráðuneyti

142/1995

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar bætist við eftirfarandi ml.:

Á kartöfluumbúðum skal koma skýrt fram tegundarheiti.

2. gr.

Við 44. gr. reglugerðarinnar bætist við eftirfarandi mgr.:

Þegar kartöflur eru seldar í lausri vigt skal merkja með áberandi hætti hvaða tegund er um að ræða.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 24/1936 um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum og lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum, til þess að öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytið, 23. febrúar 1995.

Össur Skarphéðinsson.

Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica