Iðnaðarráðuneyti

462/1979

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 264, 31. des.1971 um raforkuvirki. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Ákvæði § 338 um baðherbergi í íbúðar- og gistihúsum eru úr gildi felld. Í staðinn koma ný ákvæði svohljóðandi:

 

§ 338 Baðherbergi.

Baðherbergi í íbúðum og gistihúsum.

Ákvæðin í þessari grein eiga einnig við um steypibaðklefa.

 

a) Fastalagnir

 

1.Í huldar lagnir má nota einangraðar taugar í pípum úr plasti.

Utanáliggjandi lögn verður að vera með einangrandi hulu, og má nota plaststreng eða einangraðar taugar í plastpípum, en þær má þó aðeins nota utan bleytusvæðis. Tengidósir skulu vera úr einangrunarefni.Nota má plaststrengi með málmhlíf innan ystu einangrunarhlífar, málmhlífin skal vera jarðtengd. Ekki má nota streng með ystu hlíf úr málmi. Með bleytusvæði er átt við svæði þar sem búast má við slettum eða ýrum.

 

2. Raflögn til annarra herbergja eða staða má ekki leggja um baðherbergi. Þetta felur ekki í sér bann við pípulögn inni í veggjum eða lofti enda sé gætt ákvæða 3. tölul., 3. mgr. Við endurný,jun eldri lagna er heimilt að leggja til annarra staða gegnum baðherbergi, sé það óhjákvæmilegt. Skal slík lög,n vera utan hlífðarsvæðis og lögð með lofti án samsetninga innan baðherbergisins.

 

3. Á hlífðarsvæði má ekki leggja raflögn utan á eða inni í vegg, nema að staðbundnu, fasttengdu neyslutæki. Hið sama gildir um lampa við spegil. Slík fastalögn skal, ef tengistaður er ofar en baðkersbrún, koma lóðrétt ofan frá, eða frá bakhlið en aldrei á ská. Sé tengistaður slíks fasttengds tækis fyrir neðan baðkersbrún, má aðeins leggja að því lóðrétt neðan frá eða frá bakhlið. Hlífðarsvæði táknar svæði í kringum baðker eða steypibaðskál afmarkað af lóðréttri línu í 0.6 m fjarlægð frá brún baðkers eða steypibaðskálar og láréttri línu í 2.25 m hæð frá gólfi. (Sk 338-1).

Inni í vegg eða veggjum, i gólfi eða lofti, innan hlífðarsvæðisins, má raflögn eða búnaður ekki vera nær þeim fleti, sem veit inn í baðherbergið, en 6 cm.

Með ákvæðum, a)1.-a)3, er leitast við að koma í veg fyrir, að festingar fyrir handföng, slár, króka eða þess háttar geti skemmt einangrun raftauga og orðið spennuhafa.

 

b) Rofar og tenglar.

 

1. Utanáliggjandi rofar og tenglar skulu hafa umgerð úr einangrunarefni. Rofar og tenglar mega ekki vera innan hlífðarsvæðisins í kringum baðker eða steypibað. Þetta gildir einnig um rofa eða tengla, sem innbyggðir eru i spegill,jós. Undanþegnir þessu eru þó innbyggðir rofar í öðrum neyslutækjum skv. a ) 3.

Málmlok má því aðeins vera á innfelldum rofum og tenglum, að fullnægjandi einangrun sé innan loks.

 

2. Tenglar í baðherbergjum mega vera sem hér segir:

2.1 Tengill með hlífðarsnertu. Fyrir slíkum tengli skal hafður lekastraumsrofi með marklekastraumi, sem ekki er yfir 30 mA.

2.2 Tengill fyrir varnarsmáspennu, skv. § 205, eða tengill tengdur við einangrunarspenni skv. § 206.

2.3 Tengill af viðurkenndri gerð fyrir rakvélar, tengdur við aðskilda straumrás, skv. § 206. Spenna á tenglinum eftirvafsmegin má hæst vera 220 V og í sambandi við hann skal vera búnaður, sem takmarkar álag á hann við 30 VA í hæsta lagi. Tengillinn sé merktur á þann hátt, sem ótvírætt sýnir, að um rakvélatengil sé að ræða.

 

c) Neyslutæki

 

1. Neyslutæki, svo sem þilofnar, lampar o. þ. h., skulu vera utan bleytusvæðis við steypibaðdreifara eða baðker. Þurfi að víkja frá þessu skulu neyslutækin vera skvettvarin, IPX4, að minnsta kosti.

 

2. Lampahöldur mega ekki vera með innbyggðum rofa. Í baðherbergjum skulu lampar vera staðbundnir, þ, e. ekki færanlegir.

Mælt er með lömpum er fullnægja skilyrðum um hlífðareinangrun.

 

3. Geislahitarar skulu settir a. m. k. 2 m yfir gólfi (Sk. 338-1).

Sé nauðsynlegt að geislahitari sé settur yfir baði skal hann vera fyrir ofan hlífðarsvæðið, í minnst 2.25 m hæð.

 

4. Nota má lausataugar sem samþykktar eru fyrir hverja tegund tækja. Framlengingarsnúrur, snúrutenglar o. þ. h. eru ekki leyfðir.

 

 

d) Annar búnaður.

 

1. Tengidósir og kassar skulu vera úr einangrandi efni.

 

2. Aðaltöflur eða greinitöflur mega ekki vera í baðherbergjum.

 

e) Merkja- eða kallkerfi.

Merkja- eða kallkerfi mega því aðeins vera innan hlífðarsvæðis, að þau séu varin með varnarsmáspennu með 24 V eða lægri málspennu.

 

f) Spennujöfnunartenging.

 

1. Baðker, steypibaðskál, afrennslis- og yfirfallspípur, neysluvatnspípur og aðrar pípulagnir úr leiðandi efni skulu tengdar saman með spennujöfnunartaug, sbr. 2. lið. Þetta skal gert jafnvel þótt engin raflögn sé í baðherberginu.

 

2. Spennujöfnunartaugin skal vera að minnsta kosti 6 mm2 Cu að gildleika.

 

3. Þar sem beitt er varnarráðstöfun með hlífðarleiði skal tengja sameiginlega spennujöfnunartug baðherbergisins við hlífðartaugar neysluveitunnar í einhverjum höfuðtengistað hlífðartauga, t. d. töflu, enda sé hlífðartaug sú, er liggur að þeim stað, a. m. k. 6 mm² að gildleika. Til tryggingar því að þessi ákvæði nái fram að ganga, er nauðsynleg samvinna þeirra er annast raflögn, pípulögn, múr- og tréverk.

 

 

B. Önnur baðherbergi.

 

Skilgreining.

Eftirfarandi ákvæði gilda um baðherbergi í almenningsbaðhúsum, svo sem í íþróttahúsum, á sundstöðum, vinnustöðum, sjúkrahúsum, heilsu- eða endurhæfingarhælum o.s.frv.

 

a) Um þessa staði gilda ákvæði § 335 um blauta staði. Ákvæðin í § 338 A skv. a)3., b)1. og f) gilda einnig um staði, sem hér um ræðir.

 

b) Um baðherbergi og -rými, sem notuð eru í lækningaskyni, gilda ,jafnframt ákvæði samkvæmt $ 338 A og eftir því sem við á §334 og 335 svo og önnur sérákvæði, sem Rafmagnseftirlitið kann að setja.

Í því sambandi er einkum höfð hliðsjón af þýskum og bandarískum reglum, þ. e. VDE 0147 og NEC Article 517.

 

 

C. Hitaböð (Sauna og gufuböð)

 

1. Almenn ákvæði:

 

1.1 Við val og staðsetningu raflagna og rafbúnaðar, skal tekið sérstakt tillit til hins háa hitastigs sem um er að ræða.

 

1.11 Sá rafbúnaður, sem er f yfir 1 m hæð frá gólfi skal vera gerður til að þola a. m. k. 125° C hita, og lagnir eða taugar a. m. k. 170° C.

 

1.12 Varðandi þennan rafbúnað og raflagnir, sem eru í minna en 1 m hæð frá gólfi, og ekki tilheyra saunaofninum, eru engar sérstakar kröfur gerðar vegna hitastigs herbergisins.

Hitastigið 125°C miðast við umhverfishitastigið en 170°C eru miðaðar við hámarkshitastig á lagnir með álagi.

 

1.2 Engar aðrar raflagnir eða raftæki en þau, sem tilheyra baðstofuofninum, mega vera innan 0.5 m láréttrar fjarlægðar frá ofninum.

Ef um óvenju mikla hitageislun er að ræða, getur verið nauðsynlegt að auka þessa f jarlægð.

 

1.3. Ef um er að ræða hitaböð með raka eða bleytu (gufuböð), gilda ákvæði í §§ 334 og 335 auk ákvæða þessarar greinar eftir því sem við á.

 

2. Fastar lagnir.

 

2.1 Í utanáliggjandi lagnir má með hliðs,jón af §§ 1.1 og 1.2 nota eftirtalið efni:

 Strengi með einangrandi kápu, sem samþykktir eru í innanhússlagnir. Strengi með ystu hlíf úr málmi skal ekki nota, en nota má platstrengi með jarðtengdri málmhlíf innan ystu plastkápu.

 

2.2. Í huldar lagnir má, með hliðsjón af 1.1 og 1.2, nota eftirfarandi:

- innanhússstrengi í pípum samkvæmt 2.1.

- ídráttartaugar í pípum.

Ákvæðin eiga við um hulda lögn, sem liggur á heitari hlið einangrunar baðstofunnar.

 

3. Lausataugar

Hreyfanlegar aðtaugar skulu a.m.k vera venjulegar lausataugar CEE(2)53 eða samsvarandi. Lausataug fyrir saunaofn eða annað hitatæki skal þó vera minnst CEE(2)61. Ekki má nota framlengingartaugar.

Undanþága:

Á hreyfanlega aðtaug að staðbundnu tæki má einnig nota fínþættar hitaþolnar taugar (CEE(02)03 eða samsvarandi) í málmbarkapípu.

 

4. Rafbúnaður.

 

4.1. Rafbúnaður, þ. e. tengidósir, rofar, tenglar o. s. frv., skal a. m. k. vera skvettvarinn, 1PX4, og hafa umgerð úr einangrunarefni.

Undanþága:

Notkun annars rafbúnaðar með umgerð úr leiðandi efni getur verið leyfileg, enda sé þá beitt sérstakri varnarráðstöfun einnig við umgerðina skv. reglum §§ 203--211.

 

4.2 Greinitöflur, mælar, tenglar, sérstakir stýrirofar o. þ. h. skulu ekki vera í baðstofum.

 

4.3 Rafbúnaður skal gerður úr tæringarþolnu efni eða hafa fullnægjandi tær­ingarvörn.

 

 

5. Neyslutæki.

 

5.1 Neyslutæki skulu vera a. m. k. skvettvarin, 1PX4. Lampabúnaður má þó vera dropavarinn, 1PX1.

 

5.2 Hreyflar skulu vera af hlífðarflokki IP 44.

 

5.3 Neyslutæki skulu vera fasttengd. Sé þörf á að nota lausataug, skal hún höfð sem styst.

 

5.4 Lampabúnaði skal þannig fyrir komið, að hann valdi ekki verulegri hækkun hitastigs á aðliggjandi hlutum úr brennanlegu efni. Ekki má nota lampa­búnað með stærri glólömpum en 150 W.

Til þess að fullnægja þessu ákvæði (að öðru leyti en varðar lampahölduna), skal lampabúnaður settur a. m. k. 100 mm frá brennanlegum byggingarhlutum o. þ. h. Lampabúnað með glólömpum yfir 100W má ekki fella inn í hólf f lofti eða vegg eða bak við hlífar.

 

5.5 Flúrlampa má ekki setja í meira en 1 m hæð yfir gólfi.

Undanþága:

Flúrlampa má þó setja í meiri hæð, ef straumfestubúnaðurinn er utan baðstofunnar.

 

 

6. Önnur ákvæði.

 

6.1 Tengibúnaður sem notaður er til að tengja baðstofuofninn við hina föstu raflögn, má ekki vera í meiri hæð yfir gólfi en 0,5 m, ef lárétt fjarlægð til ofnsins er minni en 0.5 m.

 

6.2 Fyrir ofninn skal vera varnarrofi gegn ofhitun og skal hann rjúfa allan straum af honum. Þegar um er að ræða sérstakan hitaskynjara, má hann ekki vera í minni fjarlægð frá lofti en 0.3 m og má ekki vera þannig staðsettur, að loftræsting geti haft veruleg áhrif á verkun hans.

 

6.3 Rofi til varnar gegn ofhitun og skynjari hitastillis skulu þannig uppsettir, að þeir verði ekki huldir eða í hættu af áverkum, sbr. § 278.

 

6.4 Fyrir rafmagnshitaðan baðstofuofn skal vera tímarofi, þannig að ofninn sé aldrei tengdur samfellt lengur en 12 tíma í senn. Sjálfvirk innsetning má í fyrsta lagi verða að 6 tímum liðnum. Handvirk innsetning má vera fyrr, ef ástæða er til.

Undanþága:

Krafa um tímarof gildir ekki um baðstofuofna á almenningsbaðstöðum o.þ.h., þar sem ofninn er undir stöðugu eftirliti. Skilyrði er þó, að gaumlampi sýni, þegar ofninn er í rekstri.

 

2. gr.

Ákvæði § 342. Bílgeymslur eru úr gildi felld. í staðinn koma ný ákvæði svohljóðandi

 

§ 342 Bílgeymslur og bílaverkstæði.

 

a) Ákvæðin í þessari grein gilda um bílgeymslur og bílaverkstæði, þar sem meðhöndlun bensíns eða annarra álíka eldfimra vökva fer að jafnaði ekki fram. Einnig gilda ákvæðin um minni háttar flugvélageymslur, þar sem flugvélar eru aðeins geymdar, en engar viðgerðir fara fram og að jafnaði ekki heldur meðhöndlun eldfimra vökva.

 

b) Raforkuvirki skulu vera í samræmi við ákvæði § 337 um brunahættustaði og ennfremur hlíta ákvæðum um þurra, raka eða blauta staði, eftir því sem við á.

 

c) Vinnugryfjur.

Raflagnir og búnaður í kjöllurum og vinnugryfjum séu samkvæmt ákvæðum um sprengihættustaði. Sérstök ákvæði um sprengihættustaði hafa enn ekki verið sett í reglu­gerð en leita ber til RER um úrskurð, þar til reglur hafa verið gefnar út.

 

d) Sérákvæði um bílgeymslur íbúðarhúsa fyrir 1 til 2 bíla.

Að öðru leyti en segir í þessum lið gilda ákvæði stafliða a) til c).

Ekki eru gerðar frekari kröfur um vatnsvörn en fram kemur hér á eftir, nema sérstakar ástæður, svo sem óvenjuleg gerð eða notkun bílgeymslunnar, komi til.

 

1. Í huldri pípulögn í lofti og veggjum ofan 1.5 m hæðar má nota venjulegar dósir til tengingar lampabúnaðar. Í strenglögn skulu tengidósir vera a. m. k. dropa­varðar, 1PX1, einnig fyrir annað en lampabúnað.

2. Lampabúnaður á lofti og veggjum ofan 1.5 m hæðar má vera af venjulegri gerð. 3. Tenglar og rofar skulu vera a. m. k. í 1.0 m hæð og a. m. k. dropavarðir, 1PX1. 4. Önnur neyslutæki, svo sem þilofnar og hreyflar, skulu vera a. m. k. dropavarin, 1PX1.

5. Töfluskápar skulu vera lokaðir samkvæmt hlífðarflokki IP2X, enda sé hæð frá gólfi að neðri brún töflu ekki minni en 1.5 m.

 

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum um Rafmagnseftirlit ríkisins nr. 60 31. maí 1979, til að taka gildi nú þegar og. birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Iðnaðarráðuneytið, 1. nóvember 1979.

 

Bragi Sigurjónsson.

Páll Flygenring.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica