Iðnaðarráðuneyti

67/1992

Reglugerð um breytingu á reglugerð um raforkuvirki nr. 264/1971. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

Við reglugerðina bætist ný grein, 351. gr. sem hljóði svo:

§ 351: Raflagnir á sprengihættustöðum.

Við hönnun og frágang raflagna á sprengihættustöðum skal fara eftir reglum ÍST L 107/ IEC 79, 0- 16, Rafbúnaður fyrir sprengifimt umhverfi.

Jafnframt skal fara eftir reglum sem fram koma í orðsendingu Rafmagnseftirlits ríkisins nr. 2/92,

Raflagnir á sprengihættustöðum, til leiðbeiningar við hönnun og frágang raflagna á áðurnefndum stöðum.

Reglugerð þessi um breytingu á reglugerð um raforkuvirki nr. 264 frá 31. desember 1971 er sett samkvæmt lögum um Rafmagnseftirlit ríkisins nr. 60 frá 31. maí 1979. Hún tekur þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Iðnaðarráðuneytið, 12. febrúar 1992.

F. h. r.

Björn Friðfinnsson.

Helga Jóna Benediktsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica