Atvinnuvegaráðuneyti

1236/2025

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 624/2004 um fæðubótarefni.

1. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á viðauka 2 við reglugerðina:

Í hluta A, vítamín D, bætist við á eftir "b) ergókalsíferól":

c) kalsídíólmónóhýdrat

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um matvæli, nr. 93/1995, til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/352 frá 21. febrúar 2025 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/46/EB að því er varðar kalsídíólmónóhýdrat sem er notað við framleiðslu fæðubótarefna.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvegaráðuneytinu, 21. nóvember 2025.

F. h. r.

Bryndís Hlöðversdóttir.

Svava Pétursdóttir.

B deild - Útgáfudagur: 27. nóvember 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica