Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

148/2022

Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki.

1. gr.

Í stað orðsins "Mannvirkjastofnun" í öllum beygingarföllum hvar sem það kemur fyrir í reglu­gerðinni kemur í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

 

2. gr.

Á eftir 7.14. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 7.15. gr., ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Tæknilegar kröfur til hleðslustöðva fyrir vélknúin ökutæki í L-flokki.

Riðstraumshleðslustöðvar fyrir vélknúin ökutæki í L-flokki, þ.e. rafknúin tveggja og þriggja hjóla öku­tæki og fjórhjól, sem aðgengilegar eru almenningi skulu, með tilliti til rekstrarsamhæfis, upp­fylla eftirfarandi lágmarksskilyrði:

  1. hleðslustöðvar allt að 3,7 kVA skulu að minnsta kosti vera búnar:
    1. fyrir hleðsluaðferð 3, tenglum eða tengibúnaði fyrir ökutæki af gerð 3A skv. ÍST EN 62196-2 eða
    2. fyrir hleðsluaðferð 1 eða 2, tenglum skv. IEC 60884-1;
  2. hleðslustöðvar yfir 3,7 kVA skulu að minnsta kosti vera búnar tenglum eða tengibúnaði fyrir ökutæki af gerð 2 skv. ÍST EN 62196-2.

 

3. gr.

Á eftir 11.4. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 11.5. gr., ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Tæknilegar kröfur fyrir afhendingu rafmagns til skipa
í siglingum á skipgengum vatnaleiðum.

Afhending rafmagns frá landi til skipa í siglingum á skipgengum vatnaleiðum skal annaðhvort vera samkvæmt ÍST EN 15869-2 eða ÍST EN 16840 eftir því hver orkuþörfin er.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á lið 1.5 og 1.8 í II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/94/ESB frá 22. október 2014 um uppbyggingu grunnvirkja fyrir óhefðbundið elds­neyti. Tilskipunin er hluti XIII. viðauka samnings um hið Evrópska efnahagssvæði og ber að túlka ákvæði 7.15. gr. og 11.5. gr. í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar um þau rafföng sem undir hana falla.

 

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. gr. laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 26. janúar 2022.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica