1. gr.
Í stað orðanna "reglna nr. 501/1994" í 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: reglugerðar nr. 728/2018.
2. gr.
Í stað orðsins "Brunamálastofnun" í 2. og 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur í viðeigandi beygingarmynd: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
3. gr.
Í stað orðanna "reglna nr. 501/1994" í 1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur: reglugerðar nr. 728/2018.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 39. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir, öðlast þegar gildi.
Félagsmálaráðuneytinu, 12. nóvember 2021.
Ásmundur Einar Daðason.
Gissur Pétursson.