Félagsmálaráðuneyti

977/2020

Reglugerð um (9.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012.

Stofnreglugerð:

1. gr.

Við 1.2.1. gr. reglugerðarinnar bætast eftirfarandi skilgreiningar í viðeigandi stafrófsröð:

  1. Deilihúsnæði: Íbúðarhúsnæði með sameiginlegt eldhús eða alrými.
  2. Inntaksrými: Rými þar sem stofnleiðslur fyrir heitt og kalt vatn, rafmagn, síma og rafrænar gagnaveitur tengjast byggingu.
  3. Stigahlaup: Stigi á milli stigapalla eða hæðaskila, að stigapalli frátöldum.
  4. Inngangsdyr/útidyr: Allar dyr í aðkomuleiðum að byggingum, þ.m.t. svala- og garðdyr.
  5. Veðurkápa: Ysta yfirborðsefni byggingar, með loftræstu bili að einangrun.

 

2. gr.

Í stað orðsins "Mannvirkjastofnun" í öllum beygingarföllum hvar sem það kemur fyrir í reglu­gerðinni kemur í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

 

3. gr.

Í stað orðsins "Umhverfisráðherra" í 1. málslið 2.1.1. gr. reglugerðarinnar kemur: Félags- og barnamálaráðherra.

 

4. gr.

Á eftir orðinu "fráveitumannvirki" í 1. málslið 2. mgr. 2.3.1. gr. reglugerðarinnar kemur: utan lóðar.

 

5. gr.

Í stað orðsins "eldhúsi" í 2. málslið a-liðar 1. mgr. 2.3.5. gr. reglugerðarinnar kemur: lögnum.

 

6. gr.

2. málsliður a-liðar 2. mgr. 2.4.1. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Sé bygging eða starfsemi sér­staks eðlis getur leyfisveitandi krafist þess að viðbótargreinargerð fylgi umsókn auk greinargerða skv. 4.5.3. gr.

 

7. gr.

Í stað orðsins "úðakerfi" í 3. mgr. 4.5.1. gr. reglugerðarinnar kemur: sjálfvirk slökkvikerfi.

 

8. gr.

1. málsliður h-liðar 1. mgr. 6.1.3. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Íbúðir í fjölbýlis-, rað- og einbýlis­­húsum með öll meginrými á inngangshæð.

 

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.1.5. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. mgr. verður svohljóðandi: Við breytingu á mannvirki sem byggt er í gildistíð eldri bygg­ingar­reglugerða skal almennt byggja á sjónarmiðum algildrar hönnunar, sbr. þó 3. mgr.
  2. Á eftir 1. málslið 3. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um kröfur til bíla­stæða hreyfihamlaðra í þegar byggðu hverfi.

 

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 6.2.3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Við g-lið bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Halli gönguleiðar skal ekki vera meiri en 1:20. Ef umferðarleið er styttri en 3,00 m er þó heimilt að halli sé mest 1:12.
  2. 2. málsliður h-liðar orðast svo: Þegar gönguleiðir eru styttri en 5 m er heimilt að breidd þeirra sé að lágmarki 1,30 m enda sé við enda þeirra flötur fyrir hjólastóla, a.m.k. 1,50 m x 1,50 m eða 1,30 m x 1,80 m að stærð, en a.m.k. 1,80 m x 1,80 m þar sem umferð er mikil.

 

11. gr.

Á eftir orðunum "1,50 m x 1,50 m" í a-lið 5. mgr. 6.4.2. gr., b-, c- og d-lið 4. tölul. 1. mgr. 6.4.4. gr. reglugerðarinnar kemur: eða 1,30 m x 1,80 m.

 

12. gr.

Orðin "litla" og "lítil" í 3. málslið 2. mgr. 6.4.3. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

13. gr.

3. tölul. 2. mgr. 6.4.4. gr. verður svohljóðandi: Í opnum rýmum sem almenningur hefur aðgang að skal gera ráð fyrir leiðarlistum fyrir blinda og sjónskerta.

 

14. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.4.7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Fyrirsögn ákvæðisins verður svohljóðandi: Stiga- og hvíldarpallar.
  2. 1. mgr. verður svohljóðandi: Þar sem stigar eru milli hæða innanhúss er mesta heimila hæð stiga án hvíldarpalls 3,30 m.
  3. Á eftir orðunum "útitröppum sem" í 5. mgr. kemur: almenningur hefur aðgang að og.

 

15. gr.

Í stað orðsins "iðnaðarhúsa" í 4. tölul. 1. mgr. 6.4.12. gr. reglugerðarinnar kemur: iðnaðar­húsnæðis.

 

16. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 6.5.2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðunum "efsta stigaþrep" í 1. málslið kemur: í hverju stigahlaupi.
  2. Í stað orðanna "umhverfis stigapípu" í 2. málslið kemur: að ljósopi milli stigahlaupa.

 

17. gr.

Í stað orðsins "stigapípu" í 3. málslið 2. mgr. 6.5.4. gr. reglugerðarinnar kemur: milli stiga­hlaupa.

 

18. gr.

Í stað orðsins "algildrara" í 2. tölul. 2. mgr. 6.6.1. gr. reglugerðarinnar kemur: algildrar.

 

19. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.7.1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðinu "Íbúð" í 1. málslið 2. mgr. kemur: og deilihúsnæði.
  2. Á eftir orðinu "gluggi" í 1. málslið 6. mgr. kemur: eða loftræsing.

 

20. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.7.3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðunum "1,50 m að þvermáli" í a-, b-, d- og e-lið 1. mgr. og a-lið 2. mgr. kemur: eða 1,30 m x 1,80 m.
  2. Á eftir orðunum "en ekki minna" í a-, b- og d-lið 1. mgr. kemur: að þvermáli.
  3. Á eftir orðunum "a.m.k. 1,30 m" í e-lið 1. mgr. kemur: að þvermáli.

 

21. gr.

Í stað orðsins "hluta" í 4. mgr. 6.8.1. gr. reglugerðarinnar kemur: kafla.

 

22. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.10.1. gr. reglugerðarinnar:

  1. 3. mgr. fellur brott og breytist röð annarra málsgreina eftir því.
  2. A-liður 4. mgr. verður svohljóðandi: Hindrunarlaus umferðarbreidd allra dyra að íbúðar- og baðherbergjum skal minnst vera 0,80 m að breidd og 2,00 m að hæð.
  3. Á eftir orðunum "1,50 m að þvermáli" í d-lið 4. mgr. kemur: eða 1,30 m x 1,80 m.
  4. 2. málsliður f-liðar verður svohljóðandi: Hindrunarlaus umferðarbreidd allra svala- og garð­dyra skal minnst vera 0,80 m og 2,00 m að hæð.

 

23. gr.

Á eftir orðunum "1,50 m að þvermáli" í f-lið 5. mgr. 6.11.1. gr. reglugerðarinnar kemur: eða 1,30 m x 1,80 m.

 

24. gr.

Á eftir 5. mgr. 6.11.5. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

Í nýbyggingum og við endurbyggingu skal gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði.

 

25. gr.

1. málsliður 2. mgr. 6.12.7. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Hindrunarlaust umferðarmál dyra að sorpgeymslu skal minnst vera 1,00 m að breidd og samsvarandi hæð minnst 2,00 m.

 

26. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.12.8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Fyrirsögn ákvæðisins verður svohljóðandi: Sorpgerði, sorpskýli og neðanjarðar sorplausnir.
  2. 1. mgr. orðast svo: Sorpgerði, sorpskýli og neðanjarðar sorplausnir skulu ekki vera fjær inn­gangi byggingar en sem svarar 25 m.
  3. Í stað orðanna "sorpgerði/sorpskýli" í 2. mgr. og tvívegis í 3. mgr. kemur í viðeigandi beygingarfalli: sorpgerði og sorpskýli.

 

27. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9.1.3. gr. reglugerðarinnar:

  1. E-liður 1. mgr. skal orðast svo: Mannvirki eða rými þar sem fólk innan mannvirkisins er ekki fært um að koma sér sjálft út úr mannvirkinu eða á öruggt svæði við eldsvoða.
  2. Í stað orðsins "verslanamiðstöðvar" undir 2. flokki í töflu 9.01 kemur: verslunarmiðstöðvar.
  3. Á eftir orðinu "skólum" undir 4. flokki í töflu 9.01 kemur: og vinnubúðum.

 

28. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á b-lið 1. mgr. 9.2.2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðunum "sem sýnt er fram á" í 1. málslið kemur: í greinargerð.
  2. Á eftir orðinu "aðaluppdráttum" í 3. málslið kemur: og í greinargerð.

 

29. gr.

Í stað orðsins "sjö" í 2. mgr. 9.3.5. gr. reglugerðarinnar kemur: átta.

 

30. gr.

Á eftir orðunum "enda sé sýnt fram á" í 2. tölul. 2. mgr. 9.4.2. gr. reglugerðarinnar kemur: með útreikningum.

 

31. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9.4.4. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á undan orðunum "Í öllum byggingum" í 1. málslið 1. mgr. kemur: Meginreglur:.
  2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Viðmiðunarreglur: Slökkvitæki skulu uppfylla ÍST EN 3.

 

32. gr.

Á eftir 2. málslið 2. mgr. 9.4.5. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Slöngu­kefli skulu uppfylla ÍST EN 671-1.

 

33. gr.

Í stað orðsins "úðakerfi" í öllum beygingarföllum í 1.-3. tölul. 2. mgr. 9.4.6. gr, töflum 9.03, 9.04, og 9.06, 2. mgr. 9.6.13. gr., 6. tölul. 1. mgr. 9.6.18. gr., 1. tölul. 1. mgr. 9.6.19. gr. og 3. málslið 2. mgr. 9.6.25. gr. reglugerðarinnar kemur, í viðeigandi beygingarfalli: vatnsúðakerfi.

 

34. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9.4.6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 5. tölul. verður svohljóðandi: Í íbúðarhúsum skal nota hraðvirka úðastúta þegar hannað er sam­kvæmt ÍST EN 12845. Heimilt er að nota staðalinn ÍST EN 16925 við gerð vatnsúða­kerfa í íbúðarhúsnæði í notkunarflokki 3, hótelherbergjum í notkunarflokki 4 og sjúkra­rýmum í notkunarflokki 5 að því skilyrði uppfylltu að hótelherbergi og sjúkrarými séu sér brunahólf.
  2. Á eftir 5. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Heimilt er að vatnsúðakerfi fyrir notk­unar­flokk 6 séu gerð í samræmi við ÍST EN 12845 eða í samræmi við ÍST EN 16925.

 

35. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9.4.12. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðunum "gluggalausum stigahúsum" í 2. tölul. 1. mgr. kemur: og göngum.
  2. 4. málsliður 2. mgr. fellur brott.

 

36. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9.4.13. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á undan orðunum "Ef starfsemi" í 1. málslið 1. mgr. kemur: Meginreglur:
  2. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Viðmiðunarreglur: Um hönnun og grein­ingu á sprengifimu andrúmslofti fer eftir ákvæðum reglugerða um sprengifimt andrúmsloft á vinnustöðum og um búnað og verndarkerfi sem eru ætluð til notkunar í mögulega sprengi­fimu lofti. Taka skal mið af ÍST EN 60079 við slíka hönnun.

 

37. gr.

9.5.4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi með fyrirsögn:

Ein flóttaleið frá notkunareiningu.

Meginreglur: Heimilt er að ein flóttaleið sé frá íbúð eða notkunareiningu þegar slíkt hefur ekki í för með sér sérstaka hættu og um er að ræða lítið rými sem ætlað er fyrir takmarkaðan fjölda fólks. Flóttaleiðin skal liggja beint út á öruggan stað undir beru lofti á jörðu niðri eða að gangi sem er sjálfstætt brunahólf og liggur í gagnstæðar áttir að tveimur óháðum útgöngum.

Viðmiðunarreglur: Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um notkunareiningar með eina flótta­leið.

  1. Í greinargerð brunahönnuðar skal sýna fram á að flóttaleið frá rýminu liggi að öruggum stað og að meginmarkmiðum sé náð.
  2. Sjálfvirk brunaviðvörun skal vera samkvæmt 9.4.2. gr.
  3. Rýmið skal vera sér brunahólf.
  4. Hámarksgöngulengd skal mæld með veggjum og hornrétt á þá samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 9.5.6. gr. og gönguleiðir reiknast tvöfalt í samræmi við töflu 9.04. Með vatnsúðakerfi má lengja göngulengdir um 30% skv. 4. tölul. 2. mgr. 9.5.6. gr.
  5. Innréttingar í rýminu skulu vera með þeim hætti að góð yfirsýn sé að útgangi og hindrunar­lausri greiðfærri flóttaleið. Sé yfirsýn takmörkuð skal nota brunaviðvörun, neyðarlýsingu og merkingar sem mótvægi eins og þörf krefur.
  6. Meta skal brunaálag og brunaáhættu í notkunareiningum. Sé það meira en almennt gerist skal nota vatnsúðakerfi sem mótvægi eins og þörf krefur.
  7. Notkunareiningar í flokki 3, 5, og 6 skulu vera með vatnsúðakerfi.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.

 

38. gr.

Í stað orðsins "lítil" í 4. málslið 1. mgr. 9.5.5. gr. reglugerðarinnar kemur: yngri.

 

39. gr.

Fyrirsögn töflu 9.05 í 3. tölul. 2. mgr. 9.5.6. gr. reglugerðarinnar verður:

Hámarksgöngulengd í göngum þar sem flóttaleið er í eina átt.

 

40. gr.

Breytingar eru gerðar á brunatáknum og á eftirfarandi við um allar vísanir til þeirra í reglu­gerðinni.

  1. Í stað "E 30-CSm" kemur: E 30-CS200.
  2. Í stað "EI2 60-CSm" kemur: EI2 60-CS200.
  3. Í stað "Sm" kemur: S200.
  4. Í stað "E 30-Sm" kemur: E 30-S200.
  5. Í stað "EI2 30-CSm" kemur: EI2 30-CS200.
  6. Í stað "EI 60-CSm" kemur: EI2 60-CS200.
  7. Í stað "EI 30-CSm" kemur: EI2 30-CS200.

 

41. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9.5.9. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "fjöldi er undir 30 manns" í 2. tölul. 1. mgr. falla brott.
  2. Nýr töluliður bætist við 2. mgr. sem verður að 1. tölul. og orðast svo: Í rýmum þar sem fólks­fjöldi er 30 manns eða færri er almennt ekki hætta á þvögumyndun.

 

42. gr.

       Eftirfarandi breytingar verða á 9.6.10. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. málsliður 1. mgr. fellur brott.
  2. 1. málsliður c-liðar 1. mgr. orðast svo: Nota má stálklæddar húseiningar sem uppfylla ákvæði ÍST EN 14509 með brennanlegri einangrun í þök og veggi í allt að tveggja hæða hús í notkunarflokkum 1 og 2 þar sem rökstutt er að slíkt sé talið hættulítið.
  3. Á eftir d-lið 1. mgr. kemur nýr töluliður, e-liður, svohljóðandi: Röraeinangrun í byggingum skal ekki auka brunahættu í mannvirkjum, sbr. 9.1.1. gr. um meginmarkmið 9. hluta. Þar sem ekki verður við komið að nota óbrennanlega einangrun skal miða við viðmiðunarreglur eða greiningu á áhættu í brunahönnun.

 

43. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9.6.14. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. og 3. tölul. 1. mgr. falla brott og breytist töluröð annarra liða sem því nemur.
  2. 2. málsliður 1. tölul. 2. mgr. fellur brott.
  3. Á eftir 1. tölul. 2. mgr. koma tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
    1. Í loftrásum skal vera óbrennanlegt efni, A2-s1,d0. Sú krafa gildir ekki fyrir eftir­farandi liði:
      1. loftsíur, reimar, taudreifara, raflagnir o.þ.h.,
      2. innsteyptar loftrásir úr plastefnum sem uppfylla brunaflokk B2, enda liggja loft­rásirnar innan sama brunahólfs og sýnt fram á að slíkt valdi ekki aukinni eldhættu,
      3. stokkar í útsogum sérbýlishúsa mega vera í flokki E nema útsog frá eldhúsum sem skal vera EI 30 A2-s1,d0.
    2. Loftrásir, ætlaðar til að flytja eim frá veitingastöðum eða öðrum byggingum með starf­semi þar sem steiking matvæla eða sambærileg matseld fer fram, skulu vera með bruna­tæknilega viðurkenndum samsetningum og ganga órofnar út. Þær skulu vera EI 30 B-s1,d0 og þannig gerðar að auðvelt sé að hreinsa þær. Þær skulu hafa viðeigandi eldvarn­ar­búnað og fitugildrur.
  4. Í stað orðanna "EI2 30-Sm" í 3. tölul. 2. mgr kemur: EI2 30-S200.

 

44. gr.

Í stað orðanna "annarra hluta byggingar" í 4. tölul. 1. mgr. 9.6.18. gr. reglugerðarinnar kemur: flótta­leiða.

 

45. gr.

2. mgr. 9.6.25. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Viðmiðunarreglur:

  1. Háhýsi teljast hús hærri en átta hæðir eða yfir 23 m há, mælt frá meðalhæð jarðvegs umhverfis húsið. 
  2. Í háhýsum skal vera stigahús af gerð 3. Í slíkum húsum skal hver notkunar­eining hafa aðgang að stigahúsinu um opna eða yfirþrýsta brunastúku.
  3. Í háhýsum skal vera sjálfvirkt vatnsúðakerfi.

 

46. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9.6.27. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað stafsins "G" í 3. málslið kemur: Dfl s1.

 

47. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9.7.1. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. skal bera inngangsliðinn: Meginreglur:
  2. 2. mgr. skal bera inngangsliðinn: Viðmiðunarreglur:

 

48. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9.7.3. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. tölul. 2. mgr. orðast svo: Yfirborðsfletir útveggja í einnar hæðar byggingum skulu að lágmarki vera klæðningar í flokki 2. Einnig er heimilt að nota klæðningar í flokki 2 í tveggja hæða byggingum ef rökstutt er í greinargerð að slíkt sé talið hættulítið.
  2. 2. tölul. 2. mgr. orðast svo: Yfirborðsfletir útveggja í byggingum sem eru meira en tvær hæðir skulu að lágmarki vera klæðningar í flokki 1. Utan á vegginn má setja veðurkápu og skulu öll efni tengd henni vera A2-s1,d0. Undir veðurkápunni skal vera samsvarandi bruna­vörn og er í þeirri brunahólfun hússins sem nær að útveggnum og ef loftræst bil er til staðar skal brunavörnin vera þar.

 

49. gr.

Í stað stafsins "T" í 2. mgr. 9.7.7. gr. reglugerðarinnar kemur: Broof (t2).

 

50. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9.8.2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "Hafa skal samráð við slökkviliðsstjóra varðandi" í 4. tölul. 1. mgr. kemur: Í brunahönnun skal gera grein fyrir.
  2. Við 2. mgr. bætist nýr töluliður, sem verður að 1. tölulið og breytist röðun annarra töluliða til samræmis við það. Hinn nýi töluliður er svohljóðandi: Hafa skal samráð við slökkviliðs­stjóra varðandi búnað sem ætlaður er slökkviliði og aðkomu sjúkra- og slökkviliðs að bygg­ingum og lóðum.

 

51. gr.

Við 1. tölul. 1. mgr. 9.8.4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ávallt skal gera ráð fyrir aðlofti óháð því hvort reyklosun sé sjálfvirk eða ekki.

 

52. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9.8.5. gr. reglugerðarinnar:

  1. 3. málsliður 1. tölul. 1. mgr. fellur brott.
  2. Við 2. mgr. bætist nýr töluliður, sem verður að 1. tölulið og breytist röðun annarra töluliða til samræmis við það. Hinn nýi töluliður er svohljóðandi: Stigleiðsla skal vera í stigahúsum 2 og 3 og í stigahúsum þar sem breidd ljósops stiga er minna en 0,20 m.
  3. Orðið "heimila" í 3. málslið 3. tölul. 2. mgr. fellur brott.

 

53. gr.

Í stað orðsins "brunavarnalyftur" í 1. málslið 1. mgr. 9.8.6. gr. reglugerðarinnar kemur: bruna­varnarlyftur.

 

54. gr.

1. málsliður 1. mgr. 10.2.7. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Magn fersklofts í atvinnuhúsnæði og byggingum ætluðum almenningi skal að lág­marki vera 7,0 l/s á mann.

 

55. gr.

Á eftir orðinu "hita" í 10.3.1. gr. reglugerðarinnar kemur: ,.

 

56. gr.

Orðin "of mikils" í 2. málslið 1. mgr. 12.1.1. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

57. gr.

D-liður 4. mgr. 14.5.10. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

58. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14.7.1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir 1. málslið 4. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Í fjölbýlishúsum skal koma fyrir tengilista í inntakskassa þar sem heimtaug tengist við innanhússfjarskiptalögn.
  2. 5. mgr. orðast svo: Við hönnun raf- og fjarskiptalagna í íbúðarhúsum skal stuðst við staðl­ana ÍST 150 og ÍST 151. Fjarskiptalagnir í öllum mannvirkjum skulu að lágmarki upp­fylla kröfur ÍST 151 um lagnaleiðir.

 

59. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14.11.1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "reglugerð Vinnueftirlits ríkisins um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur" í 1. mgr. kemur: reglugerð um lyftur og öryggisíhluti fyrir lyftur.
  2. Í stað orðsins "brunavarnalyftu" í 3. mgr. kemur: brunavarnarlyftu.

 

60. gr.

Í stað orðanna "reglugerð um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur" í 2. mgr. 14.11.2. gr. reglu­gerðarinnar kemur: reglugerð um lyftur og öryggisíhluti fyrir lyftur. 

 

61. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt 1. mgr. 60. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki, öðlast þegar gildi.

 

Félagsmálaráðuneytinu, 23. september 2020.

 

Ásmundur Einar Daðason.

Gunnhildur Gunnarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica