Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

1071/2019

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 609/1996 um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætast þrjár nýjar málsgreinar sem orðast svo:

Plast: fjölliða, sbr. reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH), sem íblöndunarefnum eða öðrum efnum kann að hafa verið bætt við og sem getur gegnt hlutverki aðalbyggingarefnis burðarpoka.

Burðarpoki úr plasti: poki, með eða án halda, gerður úr plasti, sem afhentur er neytanda á sölu­stað vara.

Burðarpoki úr plasti sem er niðurbrjótanlegt með oxun: plastburðarpoki úr plastefni sem í eru auk­efni sem eru hvatar að niðurbroti plastefnisins í öragnir.

2. gr.

Á eftir 7. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 7. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Markmið um notkun burðarpoka úr plasti.

Stefnt skal að því að eigi síðar en 31. desember 2019 verði árlegur fjöldi burðarpoka úr plasti sem hver einstaklingur notar 90 eða færri og 40 eða færri eigi síðar en 31. desember 2025.

3. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/720 frá 29. apríl 2015 um breytingu á tilskipun 94/62/EB að því er varðar að draga úr notkun á þunnum burðar­pokum úr plasti.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 7. tölul. 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunar­varnir. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 29. nóvember 2019.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica