Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1043/2017

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 624/2004 um fæðubótarefni.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar við viðauka 2 við reglugerðina:

Í hluta B, Steinefni, bætast við eftirfarandi línur:

  1. Á eftir færslunni fyrir "kísilsýru14" kemur: lífrænn kísill (mónómetýlsílanetríól).
  2. Á eftir færslunni fyrir "kalsíumsúlfat" kemur: kalsíumfosfórýlfásykrur.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1203 frá 5. júlí 2017 um breytingu á tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2002/46/EB og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1925/2006 að því er varðar lífrænan kísil (mónómetýlsílanetríól) og kalsíumfosfórýlfásykrur (POs-Ca®) sem bætt er í matvæli og notuð við framleiðslu á fæðubótarefnum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. nóvember 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica