Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

472/2017

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 392/1995 um mjólkurprótein til notkunar í matvæli.

1. gr.

Fyrri málsliður 1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Reglugerð þessi gildir um kasein og kaseinöt eins og þau eru skilgreind í 2. gr., sem eru ætluð til manneldis, og blöndur með þeim.

2. gr.

2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:

Kasein: hreinsað og þurrkað mjólkurprótein, óleysanlegt í vatni og fengið úr undanrennu við útfell­ingu með einhverri eftirtalinna aðferða:

  1. sýrufellt kasein til manneldis: mjólkurvara sem fæst með því að aðskilja, þvo og þurrka undanrennuhlaup sem unnið er með útfellingu í sýru, og/eða aðrar afurðir sem fást úr mjólk;
  2. hleypikasein til manneldis: mjólkurvara sem fæst með því að aðskilja, þvo og þurrka undan­rennu­hlaup og/eða afurðir sem fást úr mjólk, hlaupið fæst með efnahvarfi við osta­hleypi eða önnur ensím til hleypingar.
  3. kaseinat til manneldis: mjólkurvara sem fæst með verkun efna til hlutleysingar á kasein til manneldis eða hlaup úr kaseini til manneldis og síðan þurrkun.

Kaseinöt: afurðir sem fengnar eru með því að þurrka kasein, sem hefur verið hlutleyst.

3. gr.

Í stað orðsins "mjólkurprótein" í 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: mjólkurvörurnar sem skilgreindar eru í 2. gr., kasein og kaseinöt.

2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

4. gr.

Í stað "reglugerð nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla" í 1. mgr. 4. gr. reglu­gerðarinnar kemur: reglugerð nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.

2. töluliður 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Í tengslum við heiti vörutegunda sem innihalda kaseinöt til manneldis skal merkja upplýsingar um plúsjónir.

Í stað orðsins "katjónir" í 3. tölulið 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur orðið: plúsjónir.

5. gr.

Í stað orðanna "Hollustuverndar ríkisins" í 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur orðið: Matvæla­stofnun.

6. gr.

Í stað orðanna "lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum" í 7. gr. reglugerðarinnar kemur: lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum.

7. gr.

Í stað orðanna "lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum" í 8. gr. reglugerðarinnar kemur: lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum.

Í stað orðanna "tilskipun 83/417/EBE um tiltekin mjólkurprótein (kasein og kaseinöt) sem ætluð eru í matvæli" í 8. gr. reglugerðarinnar kemur: tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2203 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi kasein og kaseinöt, sem ætluð eru til manneldis, og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 83/417/EB.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og mengunarvarnir. Reglugerðin er til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2203 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi kasein og kaseinöt, sem eru ætluð til manneldis, og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 83/417/EBE.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. maí 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Iðunn Guðjónsdóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica