Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

607/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:

  1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, er verður 2. mgr., er orðast svo:
    Leiðsögumanni og veiðimanni ber að framvísa tilskildum leyfum og sýna eftirlits­manni felld dýr óski hann eftir því. Leiðsögumanni ber að fara í öllu að tilmælum eftirlitsmanna.
  2. 2. mgr., er verður 3. mgr., orðast svo: Verði Umhverfisstofnun, eða eftirlitsmenn á hennar vegum, vör við að brotið sé gegn ákvæðum laga og reglugerðum um hrein­dýra­veiðar, er heimilt að svipta viðkomandi veiðileyfi og leita aðstoðar lögreglu ef með þarf.

2. gr.

Við 3. mgr. 10. gr. bætist nýr málsliður sem orðast svo:

Veiðileyfishafa er einum heimilt að fella dýr á sínu leyfi, þó má leiðsögumaður fella sært dýr.

3. gr.

4. mgr. 10. gr. orðast svo:

Fellt hreindýr er eign veiðileyfishafa og skal hann merkja það áður en það er flutt af fellistað með merki sem Umhverfisstofnun lætur í té.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 14. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 1. júlí 2015.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Sigríður Svana Helgadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica