Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

46/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða, með síðari breytingum.

1. gr.

1. málsliður 1. mgr. 6. gr. orðist svo:

Ráðherra ákveður og auglýsir hve mörg hreindýr megi veiða á hverju ári og hvernig veiðum skuli skipt eftir svæðum, veiðitíma, aldri og kyni dýra, að fengnum tillögum Umhverfis­stofn­unar.

2. gr.

3. mgr. 6. gr. orðist svo:

Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til 15. september og veiðitími kúa frá 1. ágúst til 20. sept­ember ár hvert að báðum dagsetningum meðtöldum. Umhverfisstofnun getur þó heimilað veiðar á törfum frá 15. júlí að fenginni umsögn hreindýraráðs. Ráðherra getur ákveðið, skv. tillögu Umhverfisstofnunar, að heimila veiðar á kúm á veiðisvæði 7, 8 og 9 á tíma­bil­inu frá 1. til 30. nóvember, sbr. 1. mgr. séu hjarðir óaðgengilegar á veiðitíma að mati Náttúru­stofu Austurlands.

3. gr.

2. og 3. málsliður 2. mgr. 10. gr. orðist svo:

Þeir sem fengið hafa úthlutað veiðileyfi skulu greiða gjaldið að fullu eigi síðar en 15. apríl.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 14. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 20. janúar 2015.

Sigrún Magnúsdóttir.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica