Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

1014/2014

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1000/2011 um námuúrgangsstaði.

1. gr.

Á eftir 18. gr. reglugerðarinnar bætist við ný grein 18. a, ásamt fyrirsögn, sem orðast svo:

Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Eftirfarandi EES-gerðir skulu öðlast gildi hér á landi:

  1. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/335/EB frá 20. apríl 2009 um tækni­legar viðmiðunarreglur vegna innleiðingar á fjárhagslegri tryggingu í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði, sem vísað er til í tölulið 32fea, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 71/2012 frá 30. mars 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14 frá 7. mars 2013 bls. 677.
  2. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/337/EB frá 20. apríl 2009 um skil­grein­ingu á viðmiðunum fyrir flokkun úrgangsstöðva í samræmi við III. við­auka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði, sem vísað er til í tölulið 32feb, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2012 frá 30. mars 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 14. mars 2013 bls. 1-5.
  3. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/359/EB frá 30. apríl 2009 um fullvinnslu skilgreiningarinnar á óvirkum úrgangi í framkvæmd f-liðar 1. mgr. 22. gr. í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námu­iðnaði, sem vísað er til í tölulið 32fed, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­­eigin­­legu EES-nefndarinnar nr. 71/2012 frá 30. mars 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014 bls. 320-321.
  4. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/360/EB frá 30. apríl 2009 um fullvinnslu tæknilegra krafna varðandi lýsingu á eiginleikum úrgangs sem mælt er fyrir um í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði, sem vísað er til í tölulið 32fee, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 71/2012 frá 30. mars 2012. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014 bls. 322-323.

2. gr.

Innleiðing tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

  1. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/335/EB frá 20. apríl 2009 um tækni­legar viðmiðunarreglur vegna innleiðingar á fjárhagslegri tryggingu í sam­ræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námu­iðnaði.
  2. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/337/EB frá 20. apríl 2009 um skil­grein­ingu á viðmiðunum fyrir flokkun úrgangsstöðva í samræmi við III. við­auka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námu­iðnaði.
  3. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/359/EB frá 30. apríl 2009 um fullvinnslu skilgreiningarinnar á óvirkum úrgangi í framkvæmd f-liðar 1. mgr. 22. gr. í til­skipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námu­­iðnaði.
  4. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/360/EB frá 30. apríl 2009 um fullvinnslu tæknilegra krafna varðandi lýsingu á eiginleikum úrgangs sem mælt er fyrir um í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námu­­iðnaði.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í m-, p-, s- og w-liðum 43. gr. laga nr. 55/2003, um með­höndlun úrgangs, með síðari breytingum, og 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 5. nóvember 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica