Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

678/2014

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo:

Þrátt fyrir 3. ml. 3. mgr. 15. gr. þurfa leiðbeinendur í skyndihjálp og björgun ekki að hafa lokið námskeiði í endurmenntun fyrr en eftir 1. janúar 2017.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 15. tölul. 4. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 26. júní 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica