Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

205/2014

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

1. gr.

Við 2. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður sem orðist svo:

Þrátt fyrir 3. ml. skulu sundkennarar, sem lokið hafa íþróttafræðinámi á háskólastigi eða jafngildu eldra prófi og hafa leyfisbréf til kennslu, samkvæmt lögum nr. 87/2008, um menntun, ráðningu kennarar og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhalds­skóla, standast hæfnispróf samkvæmt III. viðauka á þriggja ára fresti.

2. gr.

Ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo:

Áhættumat samkvæmt 7. gr. skal liggja fyrir eigi síðar en 1. júlí 2014.

Sundkennurum, sem lokið hafa íþróttafræðinámi á háskólastigi fyrir 15. febrúar 2014, er heimilt í stað þess að standast hæfnispróf samkvæmt III. viðauka að fara árlega á endur­menntunarnámskeið þar sem námsefnið er samkvæmt III. viðauka.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 15. tölul. 4. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Reglugerðin er einnig sett að höfðu samráði við mennta- og menn­ingarmála­ráðuneytið hvað varðar öryggisráðstafanir á sund- og baðstöðum, sbr. ákvæði 14. gr. íþróttalaga nr. 64/1998.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 10. febrúar 2014.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Stefán Thors.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica