Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

895/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1025/2005 um rokgjörn lífræn efnasambönd í málningu, lakki og efnum til lakkviðgerða ökutækja.

1. gr.

Viðauki III við reglugerðina orðist svo:

VIÐAUKI III

Aðferðir sem um getur í 7. gr. reglugerðarinnar.

Viðurkennd aðferð fyrir vörur með allt að 15% massahlutfall rokgjarnra lífrænna efna­sambanda þar sem hvarfgjörn þynningarefni eru ekki til staðar.

Færibreyta

Eining

Prófun

Staðalaðferð

Útgáfuár

Innihald rokgjarnra lífrænna efnasambanda

g/l

ÍST EN ISO 11890-2

2006

Viðurkenndar aðferðir fyrir vörur með 15% eða hærra massahlutfall rokgjarnra lífrænna efna­sambanda þar sem hvarfgjörn þynningarefni eru ekki til staðar.

Færibreyta

Eining

Prófun

Staðalaðferð

Útgáfuár

Innihald rokgjarnra lífrænna efnasambanda

g/l

ÍST EN ISO 11890-1

2007

Innihald rokgjarnra lífrænna efnasambanda

g/l

ÍST EN ISO 11890-2

2006

Viðurkennd aðferð fyrir vörur sem innihalda rokgjörn lífræn efnasambönd þar sem hvarf­gjörn þynningarefni eru til staðar.

Færibreyta

Eining

Prófun

Staðalaðferð

Útgáfuár

Innihald rokgjarnra lífrænna efnasambanda

g/l

ASTMD 2369

2003

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/79/ESB frá 19. nóvember 2010 um aðlögun að tæknilegum framförum á viðauka III við tilskipun 2004/42/EB Evrópuþingsins og ráðsins um takmörkun á losun rokgjarnra lífrænna efna­sambanda, sem vísað er til í tölulið 9 í XVII. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2012, frá 30. mars 2012.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 34. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 19. október 2012.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica