Umhverfisráðuneyti

364/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004 um markaðssetningu sæfiefna. - Brottfallin

1. gr.

Við töflu í A-hluta V. viðauka, „Virk efni sem heimilt er að nota í sæfiefni“, bætast efni, sbr. töflu í I. viðauka við þessa reglugerð.

2. gr.

Við töflu í B-hluta V. viðauka, „Virk efni sem heimilt er að nota í áhættulítil sæfiefni“, bætast efni, sbr. töflu í II. viðauka við þessa reglugerð.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, og lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:

  1. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2011/10/ESB frá 8. febrúar 2011 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu bífentríni við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 96/2011, frá 30. september 2011.
  2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2011/11/ESB frá 8. febrúar 2011 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu (Z,E)-tetradeka-9,12-díenýlasetati, við í I. viðauka og I. viðauka A við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 96/2011, frá 30. september 2011.
  3. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2011/12/ESB frá 8. febrúar 2011 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu fenoxýkarbi við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 96/2011, frá 30. september 2011.
  4. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2011/13/ESB frá 8. febrúar 2011 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu nónansýru við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 96/2011, frá 30. september 2011.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 11. apríl 2012.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Glóey Finnsdóttir.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica