Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

982/2011

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á 3. gr.:

Nýr 5. tl. orðast svo:

Innihaldsefni merkir hráefni, aukefni, ensím og önnur efni sem notuð eru við framleiðslu matvæla og finnast í lokaafurð, jafnvel þó að í breyttri mynd sé. Ef innihaldsefni matvæla er sjálft afurð úr nokkrum innihaldsefnum skulu þau talin innihaldsefni matvælanna sem um er að ræða.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 10. gr.:

  1. Í stað orðsins "aukefni" í b-lið kemur: aukefni og ensím.
  2. Í stað orðanna "aukefni og bragðefni" í c-lið kemur: aukefni eða ensím eða bragð­efni.

3. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á 11. gr.:

Við 2. mgr. bætist nýr liður d sem orðast svo: d) skulu ensím, önnur en þau sem um getur í b-lið 10. gr., táknuð eftir heiti einhvers þeirra flokka innihaldsefna sem skráðir eru í viðauka 2 ásamt sérheiti þeirra.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á viðauka 2 um flokksheiti aukefna og merkingu á bragðefnum:

Á eftir lista yfir flokksheiti aukefna fellur brott texti um merkingar á bragðefnum í þremur töluliðum og þess í stað kemur svohljóðandi texti:

MERKING Á BRAGÐEFNUM Í INNIHALDSLÝSINGU

1.

Með fyrirvara um 2. mgr. skulu bragðefni tilgreind með hugtökunum

-

"bragðefni" eða sértækara heiti eða lýsing á bragðefninu ef bragðefnisþátturinn inniheldur bragðefni eins og þau eru skilgreind í b-, c-, d-, e-, f-, g- og h-lið 2. mgr. 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1334/2008 frá 16. desember 2008 um bragðefni og tiltekin innihaldsefni matvæla sem hafa bragðgefandi eiginleika til notkunar í og á matvæli (*),

-

"reykbragðefni" eða "reykbragðefni framleidd úr matvælum eða matvæla­flokki/-flokkum eða grunnefni/-efnum" (t.d. reykbragðefni framleidd úr beyki) ef bragðefnisþátturinn inniheldur bragðefni eins og þau eru skilgreind í f-lið 2. mgr. 3. gr. reglugerðar (EB) nr. 1334/2008 og gefur matvælunum reykt bragð.

2.

Nota skal orðið "náttúrulegt" til að lýsa bragðefnum í samræmi við 16. gr. reglu­gerðar nr. 1334/2008.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breyt­ingum og til innleiðingar á 21. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1332/2008 um ensím í matvælum og um breytingu á tilskipun ráðsins 83/417/EBE, reglu­gerð ráðsins (EB) nr. 1493/1999, tilskipun 2000/13/EB, tilskipun ráðsins 2001/112/EB og reglugerð (EB) nr. 258/97 og 29. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1334/2008 um bragðefni og tiltekin innihaldsefni matvæla sem hafa bragðefna­gefandi eiginleika til notkunar í og á matvæli. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 18. október 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica