Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

32/2012

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein svohljóðandi:

Ef áfengi á sér óáfenga hliðstæðu eða er í keimlíkum umbúðum og óáfeng vara skulu umbúðir áfengisins, texti og myndmál vera þannig að áfengið verði ekki auðveldlega tekið í misgripum fyrir hina óáfengu vöru.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Reglugerðin tekur tekur gildi 1. ágúst 2012.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 16. janúar 2012.

Steingrímur J. Sigfússon.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica