1. gr.
1. málsl. 3. gr. orðast svo:
Innlend tegund: Tegundir blómplantna og byrkninga sem tilgreindar eru í viðauka við reglugerð þessa og taldar eru til hinnar íslensku flóru.
2. gr.
Ákvæði til bráðabirgða orðast svo:
Sérfræðinganefndin skal gera tillögu um hvaða tegundir skuli skilgreina í reglugerð þessari sem innlendar tegundir. Skal sérfræðinganefndin hafa þar til viðmiðunar tölusettar tegundir í Flóru Íslands, 3. útgáfu frá 1948. Einnig skal sérfræðinganefndin gera tillögu um hvaða útlendar tegundir, sem nú eru ræktaðar í landinu, séu teknar inn á A- eða B-lista. Hún skal auk þess gera tillögu að skilyrðum fyrir ræktun tegunda á B-lista og vinna leiðbeinandi reglur um notkun þeirra. Umhverfisráðherra birtir lista samkvæmt grein þessari í viðauka við reglugerð þessa.
3. gr.
Nýr viðauki bætist við reglugerðina, svohljóðandi:
VIÐAUKI 1
Listi yfir innlendar tegundir sem teljast til íslensku flórunnar,
sbr. 1. málsl. 3. gr.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 41. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd og öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 12. apríl 2011.
Svandís Svavarsdóttir.
Magnús Jóhannesson.