Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

494/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki, með síðari breytingum.

1. gr.

1. málsl. 10. mgr. greinar 5.2 orðast svo:

Hafi rafveita komið sér upp gæðakerfi skv. ÍST EN ISO 9001, sem tekur til þátta öryggisstjórnunarkerfis og fylgir þeim grundvallarreglum sem um slík gæðakerfi gilda, er Brunamálastofnun heimilt að takmarka eða fella niður skoðun á öryggisstjórnunarkerfi viðkomandi rafveitu.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. greinar 9.4:
a. 2. málsl. orðast svo:
Eindagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir gjalddaga.
b. 3. málsl. fellur brott.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. og 14. gr. laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 20. maí 2010.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.