1. gr.
Við XIV. kafla bætist ný grein, 55. gr. a., sem orðast svo:
Sóttvarnarundanþága og sóttvarnarvottorð fyrir skip.
Heilbrigðisnefnd, í samráði við Siglingastofnun, hefur heilbrigðiseftirlit með skipum og gefur út vottorð um sóttvarnarundanþágu og sóttvarnarvottorð fyrir skip. Vottorð skulu vera á ensku og í samræmi við fyrirmynd í fylgiskjali 4 og gilda í sex mánuði hið mesta. Framlengja má vottorð um einn mánuð ef ekki er unnt að framkvæma skoðun eða beita tilskildum sóttvarnarráðstöfunum í viðkomandi höfn. Heilbrigðisnefnd er heimilt að framlengja vottorð um sóttvarnarundanþágu um einn mánuð í senn þar til skip nær til hafnar sem getur gefið út sóttvarnarvottorð.
Heimilt er að veita vottorð um sóttvarnarundanþágu fyrir skip í þeim höfnum sem tilgreindar eru í töflu 1 í fylgiskjali 5. Eingöngu er heimilt að veita sóttvarnarvottorð fyrir skip í þeim höfnum sem tilgreindar eru í töflu 2 í fylgiskjali 5.
Ef grunur er um hættu fyrir heilsu manna um borð og ekki eru til staðar gild vottorð um sóttvarnarundanþágu eða sóttvarnarvottorð fyrir skip er heilbrigðisnefnd, að höfðu samráði við Siglingastofnun, heimilt að skoða skipið og getur í kjölfarið gripið til eftirfarandi aðgerða:
Útgerð farkosts greiðir kostnað vegna eftirlits og útgáfu vottorðs um sóttvarnarundanþágu eða útgáfu sóttvarnarvottorðs.
Heilbrigðisnefnd skal senda Siglingastofnun og sóttvarnarlækni upplýsingar um útgáfu á vottorði um sóttvarnarundanþágu og sóttvarnarvottorð, ásamt upplýsingum um gildistíma þeirra.
Framangreind ákvæði eiga ekki við um fiskiskip, lystisnekkjur, björgunarbáta, hafnsögubáta, vitaskip, varðskip, dráttarskip, dýpkunarskip, né heldur um smáskip og báta sem eru minni en 200 brúttótonn.
2. gr.
Reglugerðin er sett með stoð í 4. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir til innleiðingar á ákvæðum alþjóða heilbrigðisreglugerðarinnar (IHR 2005) varðandi vottorð um sóttvarnarundanþágu fyrir skip og sóttvarnarvottorð fyrir skip, að höfðu samráði við samgönguráðuneyti, hvað hlutverk Siglingastofnunar varðar, og heilbrigðisráðuneyti, hvað hlutverk sóttvarnarlæknis varðar.
Reglugerð þessi tekur þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 20. ágúst 2009.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)