Leita
Hreinsa Um leit

Umhverfisráðuneyti

449/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns.

1. gr.

2. ml. 9. gr. orðist svo:

Leita skal umsagnar Umhverfisstofnunar og heilbrigðisnefndar Suðurlands áður en leyfi er veitt til stærri framkvæmda á verndarsvæðinu, í samræmi við leiðbeiningar Umhverfis­stofnunar.

2. gr.

1. mgr. 15. gr. orðist svo:

Við hreinsun skólps skal beita ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa hreinsun, sbr. reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. Gæta skal þess að mengunarefni í skólpi sem Þingvallavatn er talið viðkvæmt fyrir séu hreinsuð ítarlega, svo sem köfnunarefni og saur. Afla skal samþykkis heilbrigðisnefndar Suðurlands fyrir nýjar og endurbættar frá­veitur skólps, sbr. ákvæði 15. gr. reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skólp, og leyfi fyrir búnaði sem notaður er við meðhöndlun og hreinsun og losun skólps sem beita má á svæðinu. Umhverfisstofnun gefur út gátlista um hreinsikröfur og gerð og frágang fráveitu­búnaðar. Í gátlistanum skal m.a. koma fram viðmiðunarmörk um losun einstakra efna sem haft geta áhrif á lífríki svæðisins.

3. gr.

Stafliður b. 2. ml. 1. mgr. 20. gr. orðist svo:

fyrirmæli um frágang fráveitukerfa og fráveitutækni sem má beita á svæðinu.

4. gr.

Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:

Frestur er til 1. janúar 2011 til að uppfylla skilyrði 15. gr. um frárennsli og fráveitur vegna starfsleyfisskyldrar starfsemi frá húsnæði sem þegar hafa verið byggð eða voru í byggingu á verndarsvæðinu 27. júlí 2006.

Vegna frístundabyggðar með þéttleika sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 9/2009 um upp­byggingu og rekstur fráveitna, skal gera kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna sameiginlegrar fráveitu og skólphreinsistöðvar fyrir 1. janúar 2012. Framkvæmdum vegna þessa skal vera lokið 31. desember 2017.

Vegna einstakra húsa, þ.m.t. íbúðarhúsa og frístundahúsa, sem þegar hafa verið byggð eða voru í byggingu á verndarsvæðinu 27. júlí 2006 skal við endurnýjun eða endurbætur á fráveitum uppfylla skilyrði 15. gr. Frá og með 1. janúar 2020 skulu öll hús uppfylla ákvæði reglugerðar, enda voru þau hús tengd viðunandi hreinsun samkvæmt reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp 27. júlí 2006.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1. mgr. 3. gr. og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 85/2005, um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess og með stoð í lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 24. apríl 2009.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica