Umhverfisráðuneyti

934/2008

Reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð nr. 441/1998. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

5. mgr. 102. gr. orðast svo:

Í glugga á svalaskýli skal nota hert öryggisgler (perlugler).

2. gr.

6. mgr. 102. gr. orðast svo:

Opnanlegir gluggar skulu vera rennigluggar eða hliðarhengdir gluggar og skal stærð þeirra vera ákvörðuð þannig að svalaskýlið rýri ekki gildi svalanna sem flóttaleiðar úr bruna. Samanlögð stærð opnanlegu glugganna skal þó að lágmarki vera 2,0 m² og minnsta kantmál ops 1,0 m. Hæð upp í neðri brún ops skal uppfylla ákvæði 15. mgr. 202. gr. um hæð handriða á veggsvölum. Opnunarbúnaður skal vera samþykktur af Brunamálastofnun. Brunamálastofnun gefur út nánari leiðbeiningar um framkvæmd þessarar málsgreinar.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 131. gr.:

  1. a-liður 3. mgr. orðast svo:
    a) 0,05% eftir 6 mánuði eða 0,1% eftir 12 mánuði samkvæmt prófunaraðferð ASTM-C 227 eða
  2. b-liður 3. mgr. orðast svo:
    b) 0,1% eftir 14 daga samkvæmt prófunaraðferð ASTM-C 1260.
  3. a-liður 4. mgr. orðast svo:
    a) 0,05% eftir 6 mánuði eða 0,1% eftir 12 mánuði samkvæmt prófunaraðferð ASTM-C 227, þó skal miða við 0,08% ef um kísilryksblandað sement er að ræða (kísilryk yfir 5%) eða
  4. b-liður 5. mgr. orðast svo:
    b) Ef steinefni reynist virkt þá þarf steypuframleiðandi að sanna að sú blanda af steinefni og sementi, sem nota skal, sé innan leyfilegra marka.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 147. gr.:

  1. c. liður 1. mgr. orðast svo:
    c) B-efni: Byggingarefni sem erfiðlega kviknar í, breiðir hægt út eld og myndar takmarkaðan reyk við bruna. Það skal uppfylla ákvæði ÍST EN 13501-1 um flokkunina D-s2,d0.
  2. d. liður 1. mgr. orðast svo:
    d) Eldnæmt byggingarefni: Byggingarefni sem ekki nær að uppfylla kröfur til flokks D-s2,d0 og má ekki nota óvarið í byggingar.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 149. gr.:

  1. 1. málsliður 1. mgr. orðast svo:
    Klæðning í flokki 2 skal uppfylla skilyrði ÍST EN 13501-1 um flokkunina K10 D-s2,d0.
  2. a. liður 1. mgr. orðast svo:
    a) Klæðningin í heild sinni eða ysta yfirborð hennar skal hafa sömu bruna­eiginleika og byggingarefni í flokki D-s2,d0, sbr. c. lið gr. 147.1.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 180. gr.:

  1. 1. málsliður 2. mgr. orðast svo:
    Heildarleiðnitap byggingar, að teknu tilliti til kuldabrúa og U-gilda byggingarhluta skal ekki ná hærra gildi en fæst ef einvörðungu er tekið mið af nettó flatarstærð og hámarks U-gildum samkvæmt reglugerð þessari, þó má líta fram hjá kuldabrúm við útveggjasökkla svo og kuldabrúa vegna ísetningar glugga- og hurðakarma í útvegg.
  2. 3. mgr. orðast svo:
    Við ákvörðun U-gilda byggingarhluta skal taka mið af æskilegum innilofthita og fyrirhugaðri notkun. Fyrir íbúðarhúsnæði og annað fullhitað húsnæði (lofthiti ≥ 18°C) þar sem fólk dvelur skulu hámarks U-gildi byggingarhluta vera í samræmi við fyrri dálk töflu (sjá þó undanþágu fyrir verslunarhúsnæði í 4. mgr. 79. gr.):

Byggingarhluti

U-gildi (W/m²K)

   

Ti≥18°C

18°C>Ti≥10°C

Þak

0,20

0,30

Útveggur

0,40

0,40

 

léttur, einangraður í grind

0,30

0,40

Gluggar (karmar, gler vegið meðaltal, k-gler)

2,0

3,0

Hurðir

2,0

3,0

Gólf

   
 

á fyllingu

0,30

0,40

 

að óupphituðu rými

0,30

0,40

 

að útlofti

0,20

0,40

Útveggir, vegið meðaltal (veggfletir, gluggar

0,85

engin krafa

og hurðir)

   
 

(Ti þýðir hitastig inni.)

 

Útreikningur U-gilda byggingarhluta skal gerður í samræmi við ÍST EN ISO 6946 og ÍST 66.



 
7. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 37. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 3. október 2008.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica