Umhverfisráðuneyti

1234/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna. - Brottfallin

1­. gr.

33. gr. orðast svo:

Eftirfarandi reglugerðir skulu öðlast gildi hér á landi:

 

a)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1896/2000 frá 7. september 2000 um fyrsta áfanga áætlunarinnar sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um sæfiefni, sem vísað er til í tl. 12o í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2003, frá 14. mars 2003. Reglugerðin er birt í fylgiskjali 1.

 

b)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1687/2002 frá 25. september 2002 um viðbótarfrest til að tilkynna tiltekin, virk efni sem eru þegar á markaði til notkunar sem sæfiefni eins og fastsett er í 1. mgr. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 1896/2000, sem vísað er til í tl. 12p í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2003, frá 14. mars 2003. Reglugerðin er birt í fylgiskjali 1.

 

c)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2032/2003, frá 4. nóvember 2003, um annan áfanga 10 ára vinnuáætlunarinnar, sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna, og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1896/2000, sem vísað er til í tl. 12s í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2004, frá 3. desember 2004. Reglugerðin var birt í EES-viðbæti nr. 54, 15. nóvember 2007, bls. 225-320.

 

d)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1048/2005, frá 13. júní 2005, um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2032/2003 um annan áfanga 10 ára vinnu­áætlunarinnar sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna, sem vísað er til í tl. 12s í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 27/2006, frá 10. mars 2006. Reglugerðin er birt í fylgiskjali 2.

 

e)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1849/2006 frá 14. desember 2006 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2032/2003 um annan áfanga 10 ára vinnu­áætlunarinnar sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna, sem vísað er til í tölulið 12s í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2007, frá 8. júní 2007. Reglugerðin er birt í fylgiskjali 3.

2. gr.

Í stað orðsins "fylgiskjal" í reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna komi: fylgiskjal 1.

Í stað orðsins "fylgiskjal" í reglugerð nr. 150/2008, um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna komi: fylgiskjal 2.

3. gr.

Við A-hluta V. viðauka, "Virk efni sem heimilt er að nota í sæfiefni", bætist efnið dífeþíalon, sbr. 1. viðauka með reglugerð þessari.

4. gr.

Í B-hluta V. viðauka, "Virk efni sem heimilt er að nota í áhættulítil sæfiefni", kemur tafla sem birt er í 2. viðauka með reglugerð þessari.

5. gr.

VI. viðauki "Tilkynnt virk efni í sæfiefnum", sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 243/2007, um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna, er felldur úr gildi.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, og lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:

 

1)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1849/2006, sbr. e-lið 1. gr. Reglu­gerðin er birt í fylgiskjali 3 með reglugerð þessari.

 

2)

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2007/69/EB um breytingu á tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu dífeþíalóni í I. viðauka við hana, sem vísað er til í tl. 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2008, frá 25. apríl 2008.

 

3)

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2007/70/EB um breytingu á tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu koltvísýringi í I. viðauka A við hana, sem vísað er til í tl. 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2008, frá 25. apríl 2008.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 17. desember 2008.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica