Umhverfisráðuneyti

929/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum nr. 359/1993, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Umhverfisstofnun til ráðgjafar starfar sérstök ráðgjafarnefnd skipuð af ráðherra til 4 ára í senn. Í nefndinni eiga sæti fulltrúi Umhverfisstofnunar sem er formaður, einn fulltrúi tilnefndur af Kelduneshreppi og einn tilnefndur af ferðamálasamtökum í viðkomandi landshluta. Þjóðgarðsvörður situr fundi nefndarinnar og hefur málfrelsi og tillögurétt. Nefndin skal halda fundi eigi sjaldnar en tvisvar á ári.


2. gr.

Í stað orðsins „Náttúruverndarráð“ í 3. gr. reglugerðarinnar og sama orðs hvarvetna í reglugerðinni kemur (í viðeigandi beygingarfalli): Umhverfisstofnun.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett í samræmi við ákvæði 52. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd og öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 25. október 2005.


F. h. r.

Magnús Jóhannesson.
Sigrún Ágústsdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica