Umhverfisráðuneyti

1024/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 255/2002 um takmörkun á útstreymi rokgjarnra lífrænna efna vegna notkunar á lífrænum leysiefnum í tiltekinni starfsemi. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi texti undir liðnum ,,Lakkviðgerðir ökutækja" í I. viðauka reglugerðarinnar fellur brott:

- yfirborðsmeðferð ökutækja, samkvæmt skilgreiningu í tilskipun 70/156/EBE, eða hluta þeirra, sem framkvæmd er sem hluti af viðgerð ökutækja, viðhaldi eða skreytingu utan bifreiðasmiðjanna, eða.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og 29. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á ákvæðum tilskipunar 2004/42/EB um takmörkun á losun rokgjarnra, lífrænna efnasambanda vegna notkunar lífrænna leysa í tiltekinni málningu og lakki og efnum til lakkviðgerða á ökutækjum og um breytingu á tilskipun 1999/13/EB, sem vísað er til í 9. tl. XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2003, þann 11. júní 2005.

Umhverfisráðuneytinu, 24. nóvember 2005.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Ingibjörg Halldórsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica