Umhverfisráðuneyti

428/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 184/2002 um skrá yfir spilliefni og annan úrgang. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýr viðauki, VII. viðauki, sem birtur er í fylgiskjali 1 með reglugerð þessari.

Við reglugerðina bætist nýr viðauki, VIII. viðauki, sem birtur er í fylgiskjali 2 með reglugerð þessari.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Einnig er höfð hliðsjón af tölul. 32a, XX. viðauka EES-samningsins tilskipun 91/689/EBE.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 26. maí 2003.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.




Fylgiskjal 1.
VII. VIÐAUKI


Flokkar eða helstu gerðir af spilliefnum flokkað eftir því hvers eðlis úrgangurinn er eða frá hvaða starfsemi hann kemur((*) Vissar hliðstæður við færslur í VIII. viðauka eru af ásettu ráði.*) (úrgangurinn getur verið fljótandi, eðja eða í föstu formi).


Listi I.A:


Úrgangur sem hefur einhvern af eiginleikunum í III. viðauka og er:
1. anatómísk efni; úrgangur frá sjúkrahúsum;
2. lækningavörur, lyf og dýralækningaefni;
3. viðarvarnarefni;
4. sæfiefni og varnarefni,
5. leifar efna sem eru notuð sem leysar;
6. halógeneruð lífræn efni sem eru ekki notuð sem leysar, að undanskildum hvarfgjörnum fjölliðuefnum;
7. vökvar til yfirborðsmeðferðar sem innihalda sýaníð;
8. jarðolíur og efni sem innihalda olíu (t.d. sögunarolía);
9. olíu/vatns- eða kolvatnsefna/vatnsblöndur, fleyti;
10. efni sem innihalda PCB og/eða PCT (t.d. rafeinangrandi efni);
11. tjöruborin efni úr hreinsun, eimingu eða hitasundrun (t.d. botnfall úr eimingu);
12. blek, litarefni, dreifulitir, málning, lökk, fernis;
13. trjákvoða, latex, plastmýkingarefni, lím;
14. óþekkt og/eða ný efni úr rannsóknum, þróun eða kennslustarfi og sem ekki er vitað hvaða áhrif hafa á menn og/eða umhverfi (t.d. rannsóknarstofuúrgangur);
15. flugeldar og annað sprengiefni;
16. ljósmyndunar- og framköllunarefni;
17. efni sem er mengað með einhvers konar fjölklóruðu díbensófúrani;
18. efni sem er mengað með einhvers konar fjölklóruðu díbensó-p-díoxíni.


Listi I.B:


Úrgangur sem inniheldur eitthvert efnanna í VIII. viðauka og hefur einhvern af eiginleikunum í III. viðauka og er:
19. dýra- eða jurtasápur, -feiti, -vax;
20. óhalógeneruð lífræn efni sem eru ekki notuð sem leysar;
21. ólífræn efni, án málma eða málmsambanda;
22. aska og/eða gjall;
23. mold, sandur, leir, þar á meðal dýpkunargröftur;
24. vökvar til yfirborðsmeðferðar sem innihalda ekki sýaníð;
25. málmryk, duft;
26. notaðir hvatar;
27. vökvar eða eðja sem inniheldur málma eða málmsambönd;
28. úrgangur úr mengunarvarnarmeðferð (t.d. ryk frá loftsíum), að undanskildum 29., 30. og 33. lið;
29. þvottaskólp;
30. eðja frá vatnshreinsistöðvum;
31. leifar úr afkolsýringu;
32. leifar frá jónaskiptisúlu;
33. seyra, ómeðhöndluð og óhæf til notkunar í landbúnaði;
34. leifar frá hreinsun geyma og/eða búnaðar;
35. óhreinn búnaður;
36. óhrein ílát (t.d. pakkningar, gaskútar o.s.frv.) sem í hefur verið eitt eða fleiri af efnunum í VIII. viðauka;
37. rafgeymar og rafhlöður;
38. jurtaolíur;
39. efni sem er ættað úr flokkuðu heimilissorpi og hefur einhvern af eiginleikunum í III. viðauka;
40. annar úrgangur sem í eru efni tilgreind í VIII. viðauka og sem hefur einhvern af eiginleikunum í III. viðauka.




Fylgiskjal 2.
VIII. VIÐAUKI


Efni sem gera úrgang tilgreindan í lista I.B í VII. viðauka hættulegan þegar hann hefur eiginleikana sem lýst er í III. viðauka:
Úrgangur sem inniheldur:
C1 beryllíum, beryllíumsambönd;
C2 vanadíumsambönd;
C3 króm-6-sambönd;
C4 kóbolt-sambönd;
C5 nikkelsambönd;
C6 koparsambönd;
C7 sinksambönd;
C8 arsen, arsensambönd;
C9 selen, selensambönd;
C10 silfursambönd;
C11 kadmíum, kadmíumsambönd;
C12 tin-sambönd;
C13 antímon, antímonsambönd;
C14 tellúr, tellúrsambönd;
C15 baríumsambönd; nema baríumsúlfat;
C16 kvikasilfur, kvikasilfurssambönd;
C17 þallíum, þallíumsambönd;
C18 blý, blýsambönd;
C19 ólífræn súlfíð;
C20 ólífræn flúorsambönd, nema kalsíumflúoríð;
C21 ólífræn sýaníð;
C22 eftirfarandi alkalí- eða jarðalkalímálmar: litíum, natríum, kalíum, kalsíum, magníum í ósamsettu formi;
C23 súrar lausnir eða sýrur í föstu formi;
C24 basískar lausnir eða basar í föstu formi;
C25 asbest (ryk og trefjar);
C26 fosfór: fosfór-sambönd, nema málmfosföt;
C27 málmkarbónýl;
C28 peroxíð;
C29 klóröt;
C30 perklóröt;
C31 asíð;
C32 PCB og/eða PCT;
C33 efnasambönd til lækninga- eða dýralækninga;
C34 sæfiefni og varnarefni;
C35 smitandi efni;
C36 kreósót;
C37 ísósýanöt, þíósýanöt;
C38 lífræn sýaníð (t.d. nítríl) o.s.frv.;
C39 fenól, fenólsambönd;
C40 halógeneraðir leysar;
C41 lífrænir óhalógeneraðir leysar;
C42 lífræn halógensambönd, nema óhvarfgjörn fjölliðuefni og önnur efni sem eru nefnd í þessum viðauka;
C43 arómatísk sambönd; fjölhringa og heteróhringliða lífræn sambönd;
C44 alífatísk amín;
C45 arómatísk amín;
C46 eterar;
C47 sprengiefni, nema sprengiefni nefnt annars staðar í viðaukanum;
C48 lífræn brennisteinssambönd;
C49 allar gerðir fjölklóraðs díbensófúrans;
C50 allar gerðir fjölklóraðs díbensó-p-díoxíns;
C51 vetniskolefni og súrefni þeirra; köfnunarefnis- og/eða brennisteinssambönd, ótiltekin annars staðar í þessum viðauka.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica