Umhverfisráðuneyti

850/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 786/1999 um mengunarvarnaeftirlit. - Brottfallin

1. gr.

4. mgr. 12. gr. orðist svo:
12. 4 Þegar eftirlit hefur verið framkvæmt skal eftirlitsaðili gera eftirlitsskýrslu. Eftirlitsskýrsla skal að jafnaði send rekstraraðila. Telji eftirlitsaðili að ekki sé fylgt ákvæðum laga, reglugerða eða starfsleyfa getur eftirlitsaðili framfylgt þvingunarúrræðum sem fram koma í IX. kafla.


2. gr.

11. töluliður í fylgiskjali 1 orðist svo:

11. a. Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem
1
ársframleiðsla > 6000 tonn og fráveita til sjávar
eða þar sem ársframleiðsla > 600 tonn og fráveita í ferskvatn
b. Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla > 3000 t
2
og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla > 300 tonn og fráveita í ferskvatn
c. Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla > 1000 t
3
og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla > 100 tonn og fráveita í ferskvatn
d. Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla > 200 t
4
og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla > 20 tonn og fráveita í ferskvatn.

3. gr.

C- og d-liður 12. töluliðar í fylgiskjali orðist svo:

c. Meðferð úrgangs - móttökustöðvar sveitarfélaga:
3
Flokkunarmiðstöðvar, urðunarstaðir og sorpbrennslustöðvar þar sem
tekið er á móti 50 - 599 tonnum af úrgangi eða færri en 1 þúsund
einstaklingum er þjónað eða urðunarstaðir þar sem eingöngu er tekið
á móti óvirkum úrgangi og/eða garðaúrgangi, 20.000 tonnum á ári eða meira.
d. Meðferð úrgangs - móttökustöðvar sveitarfélaga:
4
urðunarstaðir þar sem tekið er á móti minna en 20.000
tonnum á ári af óvirkum úrgangi og/eða garðaúrgangi.


4. gr.

13. töluliður í fylgiskjali 1 orðist svo:

13. a. Meðhöndlun og förgun spilliefna þar sem heimild er til móttöku
2
á meira en 1000 tonnum af spilliefnum á ári
b. Meðhöndlun og förgun spilliefna þar sem heimild er til móttöku á meira
3
en 100 en minna en 1000 tonnum af spilliefnum á ári eða endurmynda og nýta
úrgangsolíu á staðnum í minna magni en 10.000 t á ári.
c. Meðhöndlun og förgun spilliefna þar sem heimild er til móttöku á minna
4
en 100 tonnum af spilliefnum á ári eða fyrirtæki þar sem einvörðungu
er tekið á móti rafgeymum.

5. gr.

Níundi liður í fyrsta tölulið í fylgiskjali 2 orðist svo:

1.9 Bræðsla og málmblanda sem ekki er járn- eða stálvinnsla
2
minna en 4 t/dag af blýi og kadmíum eða minna en 20 t/dag af öðrum málmum.

6. gr.

Fyrsti liður í 9. tölulið í fylgiskjali 2 orðist svo:

9.1 Virkjanir og orkuveitur.
a. 2-10 MW
5
b. 10-50 MW
4
c. > 50 MW, sem ekki eru brennslustöðvar
3
d. Jarðvarmavirkjanir á háhitasvæðum > 50 MW
2


7. gr.
Nýr liður bætist við í 10. tölulið í fylgiskjali 2 og orðist svo:
10.8 Niðurrif húsa og annarra bygginga.


8. gr.

Þriðji liður í 2. tölulið í viðauka I orðist svo:

2.3 Stöðvar þar sem málmur sem inniheldur járn eða stál er unnið:
a) með heitvölsunarvélum sem hafa meiri vinnslugetu en 20 tonn
2
á klukkustund af hrástáli,
b) í smiðjum þar sem slagkraftur hvers hamars er meiri en 50 kílójúl
2
við meira en 20 MW varmamyndun,
c) með því að gert er hlífðarlag úr bræddum málmi og sem hafa
2
meiri vinnslugetu en 2 tonn af hrástáli á klukkustund.

9. gr.

Fimmti liður í 2. tölulið í viðauka I orðist svo:

2.5 Stöðvar:
a) þar sem framleiðsla hrámálms, sem ekki er járn- eða stálvinnsla;
1
úr grýti, kirni eða endurframleitt hráefni, fer fram með málmvinnslu-
aðferðum, efnafræðilegum aðferðum eða rafgreiningaraðferðum.
b) þar sem bræðsla og málmblanda málma sem ekki eru járn- eða
1
stálvinnsla , einnig endurnýttra framleiðsluvara (hreinsun/endurbætur,
steypumótun o.s.frv.) fer fram og sem geta brætt 4 tonn af blýi og
kadmíum á dag eða 20 tonn af öllum öðrum tegundum málma á dag.

10. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 16. nóvember 2000.

Siv Friðleifsdóttir.
Ingimar Sigurðsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica