Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

318/1990

Reglugerð um bann við notkun azó-litarefna og alifatískra klórflúorkolefnissambanda (freon) og skyldra efna sem drifefna í lyf. - Brottfallin

1. gr.

            Notkun azó-litarefna í lyfjum er óheimil hér á landi. Azó-litarefni hafa CI-númer 11.000­39.999 (CI = Colour Index).

 

2. gr.

            Frá og með 1. janúar 1991 skal innflutnings- og sölubann reglugerðar nr. 64/1989 um bann við innflutningi og sölu úðabrúsa, sem innihalda tiltekin drifefni (ósoneyðandi efni), einnig ná til lyfja og dýralyfja samkvæmt ákvæðum lyfjalaga nr. 108/1984 með síðari breytingum.

 

3. gr.

            Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í lyfjalögum nr. 108/1984 með síðari breytingum og lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 622/1980 um notkun litarefna í lyfjum og 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 64/1989 um bann við innflutningi og sölu úðabrúsa, sem innihalda tiltekin drifefni (ósoneyðandi efni).

 

Ákvæði til bráðabirgða.

            Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. er heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu þó heimilt, að fenginni umsögn lyfjanefndar, að leyfa innflutning og sölu lyfja og dýralyfja, sem innihalda drifefni (ósoneyðandi efni) þau, sem tiltekin eru í reglugerð nr 64/1989 um bann við innflutningi og sölu úðabrúsa, sem innihalda tiltekin drifefni (ósoneyðandi efni).

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 18. júlí 1990.

 

Guðmundur Bjarnason

 

Ingolf J. Petersen


Þetta vefsvæði byggir á Eplica