847/2025
Um (10.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi evrópusambandsins með losunarheimildir. REGLUGERÐ um (10.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.
1. gr.
Við 4. mgr. 33. gr. reglugerðarinnar bætist við einn nýr stafliður, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1879 frá 9. júlí 2024 um reglur um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar útreikning á jöfnunarkröfum vegna kerfisins til kolefnisjöfnunar og -samdráttar í alþjóðaflugi (CORSIA), sem vísað er til í tölulið 21alw, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2025, frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 30. mars 2025, bls. 699-703.
Við 2. mgr. 33. gr. a. reglugerðarinnar bætist við einn nýr stafliður, svohljóðandi:
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/411 frá 30. janúar 2024 um skrána yfir skipafélög þar sem stjórnsýsluyfirvald, að því er varðar skipafélag, er tilgreint í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í tölulið 21alv, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 759/2025, frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 30 frá 8. maí 2025, bls. 61.
2. gr. Innleiðing.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1879 frá 9. júlí 2024 um reglur um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar útreikning á jöfnunarkröfum vegna kerfisins til kolefnisjöfnunar og -samdráttar í alþjóðaflugi (CORSIA).
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/411 frá 30. janúar 2024 um skrána yfir skipafélög þar sem stjórnsýsluyfirvald, að því er varðar skipafélag, er tilgreint í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB.
3. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 23. gr. laga nr. 96/2023.
Reglugerð þessi tekur þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 15. júlí 2025.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
B deild - Útgáfudagur: 30. júlí 2025