1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
| w) | Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2555 frá 21. mars 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1021 að því er varðar hexabrómósýklódódekan, sem vísað er til í tl. 12w, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2025, þann 14. mars 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 28 frá 30. apríl 2025, bls. 68-70. | |
| x) | Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2570 frá 22. júlí 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1021 að því er varðar metoxýklór, sem vísað er til í tl. 12w, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2025, þann 14. mars 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 28 frá 30. apríl 2025, bls. 71-73. |
2. gr.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum gerðum:
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og 43. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 27. maí 2025.
F. h. r.
Stefán Guðmundsson.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.