Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

474/2025

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 300/2020 um Vatnajökulsþjóðgarð.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. tölul. 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "Flateyjar á Mýrum" í 2. málsl. kemur: Heinabergs.
  2. Í stað orðsins "Flateyjar" í 3. málsl. kemur: Heinabergs.
  3. 4. málsl. orðast svo: Þaðan meðfram raflínunni, 200 m ofan hennar, að landamerkjum Sel­bakka og Skálafells, hnit A663441 m, N422886 m.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 20. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007, öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 11. apríl 2025.

 

Jóhann Páll Jóhannsson.

Stefán Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica