Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

1291/2023

Reglugerð um (16.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

Við III. viðauka reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

9.a.III Allt að 0,7% sexgilt króm miðað við þyngd, notað sem tæringarvarnarefni í vinnsluvökva í lokaðri hringrás kolstáls í gasísogsvarmadælum til rýmis- og vatnshitunar Gildir um 1. flokk og fellur úr gildi 31. desember 2026.

 

2. gr.

Við IV. viðauka reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

49 Kvikasilfur í bræðsluþrýstiskynjara fyrir hárpípuvökva­rennslismæla við hitastig yfir 300°C og þrýsting yfir 1.000 börum Gildir um 9. flokk og fellur úr gildi 31. desember 2025

 

3. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/171 frá 28. október 2022 um breyt­ingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir sexgilt króm sem tæringarvarnarefni í gasísogsvarmadælur, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 148/2023 frá 13. júní 2023. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63 frá 7. september 2023, bls. 109-112.
  2. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1437 frá 4. maí 2023 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undan­þágu fyrir notkun kvikasilfurs í bræðsluþrýstiskynjara fyrir hárpípuvökva­rennslis­mæla við tiltekin skilyrði, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölulið 12q, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 265/2023, þann 27. október 2023. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 83 frá 16. nóvember 2023, bls. 447-449.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 23. nóvember 2023.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica