Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

1128/2023

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 954/2013 um þrávirk lífræn efni.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  t) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2291 frá 8. september 2022 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1021 um þrá­virk, lífræn mengunarefni að því er varðar hexaklóróbensen, sem vísað er til í tl. 12w, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2023, þann 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40 frá 25. maí 2023, bls. 187-189.

 

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2291 frá 8. september 2022 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1021 um þrávirk, lífræn mengunarefni að því er varðar hexaklóróbensen.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og 43. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 13. október 2023.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica