Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

1288/2022

Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

Í stað töluliða 1., 1.a, 1.b, 1.c, 1.d, 1.e, 1.f, 1.g, 2.a, 2.a.1, 2.a.2, 2.a.3, 2.a.4, 2.a.5, 2.b.3, 2.b.4, 3., 3.a, 3.b, 3.c, 4.a, 4.b, 4.b.I, 4.b.II, 4.b.III, 4.c, 4.c.I, 4.c.II, 4.c.III, 4.e og 4.f í IV. viðauka reglu­gerðarinnar koma nýir töluliðir, svohljóðandi:

1. Kvikasilfur í (sambyggðum) flúrperum með einum sökkli sem fara ekki yfir (á hvern brennara):  
1.a Til almennrar lýsingar < 30 W: 2,5 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2023.
1.b Til almennrar lýsingar ≥ 30 W og < 50 W: 3,5 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2023.
1.c Til almennrar lýsingar ≥ 50 W og < 150 W: 5 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2023.
1.d Til almennrar lýsingar ≥ 150 W: 15 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2023.
1.e Til almennrar lýsingar með hringlaga eða ferningslaga byggingu og rörþvermál ≤ 17 mm: 5 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2023.
1.g Til almennrar lýsingar < 30 W með a.m.k. 20.000 klst. endingartíma: 3,5 mg. Fellur úr gildi 24. ágúst 2023.
1.f.I Að því er varðar perur sem eru hannaðar til að gefa aðallega frá sér ljós á útfjólubláu rófi: 5 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2027.
1.f.II Í sérstökum tilgangi: 5 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2025.
2.a Kvikasilfur í ílöngum flúrperum með tveimur sökklum til almennrar lýsingar sem fer ekki yfir (hver pera):  
2.a.1 Þrífosfórperur með venjulegan endingartíma og rörþvermál < 9 mm (t.d. T2): 4 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2023.
2.a.2 Þrífosfórperur með venjulegan endingartíma og rörþvermál ≥ 9 mm og ≤ 17 mm (t.d. T5): 3 mg. Fellur úr gildi 24. ágúst 2023.
2.a.3 Þrífosfórperur með venjulegan endingartíma og rörþvermál > 17 mm og ≤ 28 mm (t.d. T8): 3,5 mg. Fellur úr gildi 24. ágúst 2023.
2.a.4 Þrífosfórperur með venjulegan endingartíma og rörþvermál > 28 mm (t.d. T12): 3,5 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2023.
2.a.5 Þrífosfórperur með langan endingartíma (≥ 25.000 klst.): 5 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2023.
2.b.3 Þrífosfórperur sem eru ekki beinar með rörþvermál > 17 mm (t.d. T9): 15 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2023; nota má 10 mg í hverja peru frá og með 25. febrúar 2023 til og með 24. febrúar 2025.
2.b.4.I Perur til annarrar almennrar lýsingar og í sérstökum tilgangi (t.d. spanperur): 15 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2025.
2.b.4.II Perur sem gefa aðallega frá sér ljós á útfjólubláu rófi: 15 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2027.
2.b.4.III Perur í neyðarlýsingu: 15 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2027.
3. Kvikasilfur í kaldskautsflúrperum og flúrperum með utanáliggjandi rafskautum (CCFL og EEFL) í sérstökum tilgangi sem eru notaðar í raf- og rafeindabúnað sem var settur á markað fyrir 24. febrúar 2022 sem fer ekki yfir:  
3.a Stuttar perur (≤ 500 mm): 3,5 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2025.
3.b Meðallangar perur (> 500 mm og ≤ 1.500 mm): 5 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2025.
3.c Langar perur (< 500 mm): 13 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2025.
4.a Kvikasilfur í öðrum lágþrýstum úrhleðsluperum (í hverri peru): 15 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2023.
4.a.I Kvikasilfur í lágþrýstum úrhleðsluperum án fosfórhúðunar, þar sem notkunin krefst þess að helsta skin perunnar sé á útfjólubláu rófi: nota má allt að 15 mg af kvikasilfri í hverja peru. Fellur úr gildi 24. febrúar 2027.
4.b Kvikasilfur í háþrýstum natríumperum til almennrar lýsingar sem, í perum með bættum litendurgjafarstuðli, fer ekki yfir Ra > 80 (hver brennari): P ≤ 105 W: nota má 16 mg í hvern brennara. Fellur úr gildi 24. febrúar 2027.
4.b.I Kvikasilfur í háþrýstum natríumperum til almennrar lýsingar sem, í perum með bættum litendurgjafarstuðli, fer ekki yfir Ra > 60 (hver brennari): P ≤ 155 W: nota má 30 mg í hvern brennara. Fellur úr gildi 24. febrúar 2023.
4.b.II Kvikasilfur í háþrýstum natríumperum til almennrar lýsingar sem, í perum með bættum litendurgjafarstuðli, fer ekki yfir Ra > 60 (hver brennari): 155 W < P ≤ 405 W: nota má 40 mg í hvern brennara. Fellur úr gildi 24. febrúar 2023.
4.b.III Kvikasilfur í háþrýstum natríumperum til almennrar lýsingar sem, í perum með bættum litendurgjafarstuðli, fer ekki yfir Ra > 60 (hver brennari): P > 405 W: nota má 40 mg í hvern brennara. Fellur úr gildi 24. febrúar 2023.
4.c Kvikasilfur í öðrum háþrýstum natríumperum til almennrar lýsingar sem fara ekki yfir (hver brennari):  
4.c.I P ≤ 155 W: 20 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2027.
4.c.II 155 W < P ≤ 405 W: 25 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2027.
4.c.III P < 405 W: 25 mg. Fellur úr gildi 24. febrúar 2027.
4.e Kvikasilfur í málmhalógenperum (MH). Fellur úr gildi 24. febrúar 2027.
4.f.I Kvikasilfur í öðrum úrhleðsluperum í sérstökum tilgangi sem er ekki sérstaklega getið í þessum viðauka. Fellur úr gildi 24. febrúar 2025.
4.f.II Kvikasilfur í háþrýstum kvikasilfursperum sem eru notaðar í myndsýningartæki sem krefjast úttaks sem nemur ≥ 2.000 lúmen ANSI. Fellur úr gildi 24. febrúar 2027.
4.f.III Kvikasilfur í háþrýstum natríumperum sem eru notaðar til lýsingar í garðyrkju. Fellur úr gildi 24. febrúar 2027.
4.f.IV Kvikasilfur í perum sem gefa frá sér ljós á útfjólubláu tíðnirófi. Fellur úr gildi 24. febrúar 2027.

 

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

 1. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/274 frá 13. desember 2021 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kvikasilfurs í kaldskautsflúrperur og flúrperur með utaná­liggjandi rafskautum í sérstökum tilgangi, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 169/2022 frá 10. júní 2022.
 2. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/275 frá 13. desember 2021 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kvikasilfurs í aðrar háþrýstar natríumperur til almennrar lýsingar, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 169/2022 frá 10. júní 2022.
 3. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/276 frá 13. desember 2021 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kvikasilfurs í (sambyggðar) flúrperur með einum sökkli til almennrar lýsingar, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði tækni og vísinda, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 169/2022 frá 10. júní 2022.
 4. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/277 frá 13. desember 2021 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kvikasilfurs í (sambyggðar) flúrperur með einum sökkli til almennrar lýsingar < 30 W með a.m.k. 20.000 klst. endingartíma, í því skyni að laga viðauk­ann að framförum á sviði tækni og vísinda, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. við­auka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 169/2022 frá 10. júní 2022.
 5. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/278 frá 13. desember 2021 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kvikasilfurs í málmhalógenperur, í því skyni að laga viðauk­ann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. við­auka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 169/2022 frá 10. júní 2022.
 6. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/279 frá 13. desember 2021 um breyt­ingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kvikasilfurs í aðrar úrhleðsluperur í sérstökum tilgangi, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 169/2022 frá 10. júní 2022.
 7. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/280 frá 13. desember 2021 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kvikasilfurs í aðrar lágþrýstar úrhleðsluperur, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 169/2022 frá 10. júní 2022.
 8. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/281 frá 13. desember 2021 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kvikasilfurs í (sambyggðar) flúrperur með einum sökkli í sérstökum tilgangi, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði tækni og vísinda, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 169/2022 frá 10. júní 2022.
 9. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/282 frá 13. desember 2021 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kvikasilfurs í þrífosfórperur sem ekki eru beinar, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði tækni og vísinda, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 169/2022 frá 10. júní 2022.
 10. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/283 frá 13. desember 2021 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kvikasilfurs í háþrýstar natríumperur með bættum lit­endur­gjafar­stuðli til almennrar lýsingar, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efna­hagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 169/2022 frá 10. júní 2022.
 11. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/284 frá 16. desember 2021 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kvikasilfurs í ílangar flúrperur með tveimur sökklum til almennrar lýsingar, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 169/2022 frá 10. júní 2022.
 12. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/287 frá 13. desember 2021 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kvikasilfurs í flúrperur til annarrar almennrar lýsingar og í sérstökum tilgangi, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 169/2022 frá 10. júní 2022.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 23. nóvember 2022.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica