Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

1336/2021

Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

Við III. viðauka reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

45

Blýdíasíð, blýstýfnat, blýdípíkramat, gulmenja (blýtetraoxíð), blýdíoxíð í rafmagns- og rafeindakveikingum fyrir sprengiefni til almennra nota (í atvinnuskyni) og baríumkrómat í langtímaseinkunarkveikjum í rafeindakveikingum fyrir sprengiefni til almennra nota (í atvinnuskyni)

Gildir um 11. flokk og fellur úr gildi 20. apríl 2026.

 

2. gr.

Í stað orðanna "Fellur úr gildi 30. júní 2019" í tölulið 42 í IV. viðauka reglugerðarinnar kemur: Fellur úr gildi 30. júní 2026.

 

3. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/647 frá 15. janúar 2021 um breyt­ingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu vegna notkunar á tilteknum blýefnasamböndum og efnasamböndum með sex­gildu krómi í rafmagns- og rafeindakveikingar fyrir sprengiefni til almennra nota (í atvinnu­skyni), í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2021 frá 9. júlí 2021.
  2. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/884 frá 8. mars 2021 um breyt­ingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar gildistíma undanþágu fyrir notkun kvikasilfurs í snúanleg raftengi, sem eru notuð í kerfi til innæðaómskoðunar, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 284/2021 frá 29. október 2021.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 15. nóvember 2021.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica