Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

891/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns.

1. gr.

15. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Hreinsa skal skólp samkvæmt ákvæðum reglugerðar um fráveitur og skólp og fyrirmælum heilbrigðisnefndar Suðurlands. Taka skal mið af aðstæðum á hverjum stað m.t.t. verndunar vatnasviðs og lífríkis vatnsins, svo sem landgerð og nálægð við vatnið. Heilbrigðisnefnd Suðurlands skal samþykkja nýjar og endurbættar fráveitur og búnað sem notaður er við meðhöndlun og hreinsun og losun skólps sem beita má á svæðinu, m.a. frá einstökum frístundahúsum og öðrum húsum. Heilbrigðisnefnd Suðurlands birtir á vefsvæði sínu leiðbeiningar um frágang fráveitukerfa og fráveitutækni sem beita má á svæðinu og leiðbeiningar til eigenda frístundahúsa sem þeim ber að fara eftir.

Um fráveitu frá starfsleyfisskyldum atvinnurekstri fer samkvæmt starfsleyfi. Taka skal mið af vernd svæðisins og að þau mengunarefni í skólpi sem Þingvallavatn er talið viðkvæmt fyrir séu hreinsuð ítarlega.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1. mgr. 3. gr. og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 85/2005, um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess og með stoð í 11. tölul. 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, til þess að öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 14. júlí 2021.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.