Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

1166/2020

Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

Við IV. viðauka reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

44 Kadmíum í geislaþolnum myndbands-upptökuvélalömpum sem eru hannaðir fyrir myndavélar með miðjuupplausn sem er meiri en 450 sjónvarpslínur og eru notaðar í umhverfi þar sem jónandi geislun fer yfir 100 Gy/klst. og heildarskammturinn fer yfir 100 kGy. Gildir um 9. flokk. Fellur úr gildi 31. mars 2027.

 

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/364 frá 17. desember 2019 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun kadmíums í tiltekna geislunarþolna myndbands­upptökuvélalampa, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2020 frá 12. júní 2020.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 25. nóvember 2020.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica