Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

533/2020

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 131/2013 um vottun og viðurkenningu vottunaraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. - Brottfallin

1. gr.

Við 8. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/2067 frá 19. desember 2018 um sannprófun á gögnum og um faggildingu sannprófenda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í tl. 21apk, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 320/2019, þann 13. desember 2019, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5 frá 30. janúar 2020, bls. 537-577.

 

2. gr.

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/2067 frá 19. desember 2018 um sannprófun á gögnum og um faggildingu sannprófenda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB.

 

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 26. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og 1. mgr. 4. gr. laga nr. 24/2006 um faggildingu o.fl.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 28. maí 2020.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica