Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

521/2020

Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á III. viðauka reglugerðarinnar:

Við bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:

43

Bis(2-etýlhexýl)þalat í gúmmííhlutum í hreyfla­kerfum sem eru hönnuð til notkunar í búnað sem er ekki eingöngu ætlaður til notkunar neytenda og að því tilskildu að engin mýkt efni komist í snertingu við slímhúð manna eða í langvarandi snertingu við húð manna og að styrkur bis(2-etýlhexýl)þalats fari ekki yfir:

a) 30% miðað við þyngd gúmmísins fyrir

  1. þekjuefni í þéttum,
  2. gegnheil gúmmíþétti eða
  3. gúmmííhluti í samsetningum af a.m.k. þremur íhlutum sem eru rafknúnir, vél¬knúnir eða vökvaknúnir og festir við hreyfilinn.
b)  10% miðað við þyngd gúmmísins fyrir íhluti sem innihalda gúmmí sem ekki er getið í a-lið. Að því er varðar þessa færslu er "langvar­andi snerting við húð manna" samfelld snerting sem stendur lengur en í 10 mínútur eða ósamfelld snerting á 30 mínútna tímabili á dag.
Gildir um 11. flokk og fellur úr gildi 21. júlí 2024.
44 Blý í lóðningarefni fyrir skynjara, hreyfiliða og stýrieiningar hreyfils í brunahreyflum innan gildis­sviðs reglugerðar Evrópuþingsins og ráðs­ins (ESB) 2016/1628 sem eru settir upp í búnaði sem er notaður í fastri stöðu á meðan á notkun stendur og er hannaður til notkunar í atvinnu­skyni en er einnig notaður í öðrum tilgangi en í atvinnuskyni. Gildir um 11. flokk og fellur úr gildi 21. júlí 2024.

 

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1845 frá 8. ágúst 2019 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir bis(2-etýlhexýl)þalat (DEHP) í tilteknum gúmmííhlutum sem eru notaðir í hreyflakerfum, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2020 frá 7. febrúar 2020.
  2. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1846 frá 8. ágúst 2019 um breyt­ingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni sem er notað í tiltekna brunahreyfla, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2020 frá 7. febrúar 2020.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 19. maí 2020.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica