Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 19. apríl 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 28. nóv. 2020

777/2019

Reglugerð um endurvinnslu skipa.

1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Eftirtaldar reglugerðir sem vísað er til í V. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XX. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013 frá 20. nóvember 2013 um endurvinnslu skipa og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1013/2006 og tilskipun 2009/16/EB, sem vísað er til í tl. 32fh í V. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 257/2018, frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85, 20. desember 2018, bls. 113-132. Þrátt fyrir 1. málsl. öðlast EES-gerðin gildi hér á landi með eftirfarandi viðbótum:

    1. Á eftir orðunum "reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 391/2009" í 10. tl. 1. mgr. 3. gr. er bætt við orðunum: eða í samræmi við tilskipun ráðsins 94/57/EB, eftir því sem við á.
    2. Í 4. gr. og 14. gr. ber að skilja "viðeigandi löggjöf Sambandsins", "ákvæði í lögum Sambandsins" eða "löggjafar einstakra aðildarríkja eða Sambandsins" sem þau ákvæði EES-samningsins sem eiga við.
    3. Í 16. gr.:

      1. í a-lið 1. mgr. er eftirfarandi orðum bætt við á eftir orðunum "3. mgr. 14. gr.": , eða sem eru staðsettar í EFTA-ríki og það EFTA-ríki hefur tilkynnt um þær til Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við 3. mgr. 14. gr.,
      2. í staðinn fyrir orðin "staðsettar í aðildarríkjunum" í 2. mgr. koma orðin: staðsettar á Evrópska efnahagssvæðinu,
      3. í 6. mgr. er eftirfarandi undirgrein bætt við: Hvað þessa grein varðar skal Eftirlitsstofnun EFTA senda framkvæmdastjórninni allar viðeigandi upplýsingar sem henni berast í samræmi við fyrstu undirgrein eða 14. gr.
  2. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2398 frá 17. desember 2015 um upplýsingar og skjöl í tengslum við umsókn frá stöð, sem er staðsett í þriðja landi, um innfærslu í Evrópuskrána yfir skipaendurvinnslustöðvar, sem vísað er til í tl. 32fha í V. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 260/2018, frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85, 20. desember 2018, bls. 147-157.
  3. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2321 frá 19. desember 2016 um snið vottorðs um tiltækileika til endurvinnslu sem gefið er út í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa, sem vísað er til í tl. 32fhb í V. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2019, frá 8. febrúar 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, 30. janúar 2020, bls. 18-22.
  4. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2322 frá 19. desember 2016 um snið yfirlýsingar um verklok endurvinnslu skipa sem krafist er samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa, sem vísað er til í tl. 32fhc í V. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2019, frá 8. febrúar 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, 30. janúar 2020, bls. 23-24.
  5. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2323 frá 19. desember 2016 um að koma á fót Evrópuskrá yfir skipaendurvinnslustöðvar samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa, sem vísað er til í tl. 32fhd í V. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2019, frá 8. febrúar 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, 30. janúar 2020, bls. 25-34.
  6. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2324 frá 19. desember 2016 um snið tilkynningar um áætlað upphaf endurvinnslu skipa sem krafist er samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa, sem vísað er til í tl. 32fhe í V. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2019, frá 8. febrúar 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, 30. janúar 2020, bls. 35-36.
  7. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2325 frá 19. desember 2016 um snið vottorðs um birgðaskrá yfir hættuleg efni sem gefið er út í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa, sem vísað er til í tl. 32fhf í V. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2019, frá 8. febrúar 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, 30. janúar 2020, bls. 37-41.
  8. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/684 frá 4. maí 2018 um breytingu á framkvæmdarákvörðun (ESB) 2016/2323 til að uppfæra Evrópuskrána yfir skipaendurvinnslustöðvar samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013, sem vísað er til í tl. 32fhd í V. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2019, frá 8. febrúar 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, 30. janúar 2020, bls. 42-53.
  9. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1906 frá 30. nóvember 2018 um breytingu á framkvæmdarákvörðun (ESB) 2016/2323 til að uppfæra Evrópuskrána yfir skipaendurvinnslustöðvar sem komið var á fót samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013, sem vísað er til í tl. 32fhd í V. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2019, frá 8. maí 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16, 12. mars 2020, bls. 30-44.

2. gr. Hlutverk Umhverfisstofnunar.

Umhverfisstofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds, sbr. 18. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1257/2013, sbr. 1. tölul. 1. gr.

3. gr. Endurvinnsluáætlanir.

Umhverfisstofnun samþykkir endurvinnsluáætlanir skipa áður en endurvinnsla hefst, sbr. 7. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1257/2013, sbr. 1. tölul. 1. gr. Umhverfisstofnun skal taka afstöðu til endurvinnsluáætlunar innan 60 daga frá móttöku hennar.

4. gr. Útgáfa starfsleyfis.

Starfsemi þar sem fram fer endurvinnsla skipa skal hafa gilt starfsleyfi. Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi fyrir starfsemi þar sem fram fer endurvinnsla skipa sem eru 500 brúttótonn eða meira en heilbrigðisnefndir sveitarfélaga veita starfsleyfi fyrir starfsemi þar sem fram fer endurvinnsla skipa undir 500 brúttótonnum. Um útgáfu starfsleyfa fer samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

5. gr. Evrópuskrá.

Umhverfisstofnun heldur utan um skrá yfir skipaendurvinnslustöðvar og birtir á vefsíðu sinni. Jafnframt skal Umhverfisstofnun hafa upplýsingar um Evrópuskrá yfir skipaendurvinnslustöðvar á vefsíðu sinni.

6. gr. Eftirlit.

Um eftirlit með reglugerð þessari fer samkvæmt XIII. kafla laga um meðhöndlun úrgangs.

7. gr. Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt XIII. kafla laga um meðhöndlun úrgangs.

8. gr. Innleiðing tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013 frá 20. nóvember 2013 um endurvinnslu skipa og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1013/2006 og tilskipun 2009/16/EB.
  2. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2398 frá 17. desember 2015 um upplýsingar og skjöl í tengslum við umsókn frá stöð, sem er staðsett í þriðja landi, um innfærslu í Evrópuskrána yfir skipaendurvinnslustöðvar.

9. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 64. gr. b. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.