Fara beint í efnið

Prentað þann 20. apríl 2024

Breytingareglugerð

768/2019

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 460/2015, um baðstaði í náttúrunni.

1. gr.

3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

2. gr.

Á eftir 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar bætist við ný málsgrein sem orðast svo:

Heimilt er í afþreyingalaugum að veita áfengi í takmörkuðu magni, í margnota umbúðum eða margnota glösum, á baðstað. Óheimilt er að nota umbúðir og glös sem valdið geta slysahættu. Einnig má veita drykki í þeim umbúðum sem þeir koma í enda uppfylla þær skilyrði 2. málsl. Þegar áfengi er veitt á baðstað skal gæta sérstakrar varúðar og fjalla um öryggi baðgesta, hámark áfengiseininga á hvern einstakling og umfang laugargæslu vegna þess í öryggisreglum. Sérstaklega skal fjallað um veitingu áfengis í starfsleyfi, m.a. vegna öryggismála og ef gerð er strangari krafa um laugargæslu. Áfengisveitingar eru leyfisskyldar samkvæmt ákvæðum laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

3. gr.

Ákvæði til bráðabirgða orðast svo:

Þrátt fyrir 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. er heimilt að nota einnota niðurbrjótanlegar eða endurvinnanlegar umbúðir til 1. september 2020.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 15. tölul. 4. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 22. ágúst 2019.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.