Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

739/2019

Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarð. - Brottfallin

1. gr.

2. tölul. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Frá Dettifossi að sunnan og austan, beina stefnu vestur í hátind Eilífs. Frá Eilífi til norðurs í Lönguhlíð og ræður hlíðin merkjum út á móts við syðsta og vestasta horn Langavatnshöfða. Þaðan beina línu í Botnslæk við suðurbotn Ásbyrgis, þaðan fylgja mörkin landamerkjum jarðarinnar Meiðavalla að sunnan allt vestur að Sjónarhóli (E611939 m, N613360 m). Frá Sjónarhóli til norðurs í punkt (E611805 m, N614813 m) að syðsta hluta austurbrúnar Kiðagils (A611822 m, N614908 m) og þaðan norður í suðvesturhorn túngirðingar (A612128 m, N616075 m) og fylgir suðurmörkum túns í punkt (A612328 m, N616068 m), túnjaðri í suðaustur í punkt (A612345 m, N616009 m) og þaðan eftir túnjaðri í suðausturhorn túnsins í punkt (A612570 m, N616086 m) og þaðan bein lína til austurs að byrgisbrún Ásbyrgis að punkti (A612808 m, N616086 m). Þaðan fylgja mörk byrgisbrún að punkti (A612763 m, N616339 m) og þaðan í norður að þjóðvegi í punkt (A612799 m, N617230 m) og í austur með þjóðvegi í miðja brú á Jökulsá á Fjöllum (A615901 m, N617514 m). Austurmörk þjóðgarðsins fylgja miðlínu Jökulsár á Fjöllum.

2. gr.

Í stað korts í viðauka 1 "Mörk þjóðgarðs" kemur kort sem birt er í viðauka 1 við reglugerð þessa.

3. gr.

Í stað korts í viðauka 2 "Mörk rekstrarsvæða" kemur kort sem birt er í viðauka 2 við reglugerð þessa.

4. gr.

Í stað korts í viðauka 3 "Svæði þar sem hefðbundin landnýting er heimil, sbr. 26. gr." kemur kort sem birt er í viðauka 3 við reglugerð þessa.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 7. og 20. gr. laga nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð og tekur þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 10. ágúst 2019.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica