Leita
Hreinsa Um leit

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

738/2018

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 365/2014 um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir. - Brottfallin

1. gr.

Við 9. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 3. tl. svohljóðandi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/208 frá 12. febrúar 2018 sem breytir reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 389/2013 um stofnun skrár Sambandsins, sem vísað er til í tölulið 21ana, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun Sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2018 frá 27. apríl 2018, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 33 frá 17. maí 2018, bls. 424-425.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/208 frá 12. febrúar 2018 sem breytir reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 389/2013 um stofnun skrár Sambandsins.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 22. gr. g. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 13. júlí 2018.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica