Leita
Hreinsa Um leit

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

549/2018

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 424/2015 um gildistöku ákvarðana og framseldra reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna, brunatæknilega flokkun á tilteknum vörum án þess að brunaprófun þurfi að fara fram, og aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 um byggingarvörur.

1. gr.

Við 2. tölul. 1. gr. reglugerðarinnar bætast fimm nýir stafliðir, svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/959 frá 24. febrúar 2017 um flokkun á nothæfi að því er varðar lárétta botnfellingu og skammtímavatnsdrægni varma­einangrunarvara sem mótaðar eru á notkunarstað úr lausum sellulósa (LFCI) samkvæmt EN‑staðli 15101-1 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011, sem vísað er til í tölulið 1zzk, XXI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efna­hags­svæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 233/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 7 frá 1. febrúar 2018, bls. 497-499.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1227 frá 20. mars 2017 um skilyrði fyrir flokkun, án prófunar, á vörum úr lagskiptu límtré, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 14080, og vörur úr gegnheilum, endaskeyttum viði sem ætlaðar eru í burðar­virki, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 15497, með tilliti til viðbragða þeirra við bruna, og um breytingu á ákvörðun 2005/610/EB, sem vísað er til í tölulið 2u, XXI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 233/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 7 frá 1. febrúar 2018, bls. 502-504.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1228 frá 20. mars 2017 um skilyrði fyrir flokkun, án prófunar, á utan- og innanhússmúrhúðunarefnum með lífrænum bindiefnum, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 15824, og múrblöndum fyrir pússn­ingar­múr, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 998-1, með tilliti til viðbragða þeirra við bruna, sem vísað er til í tölulið 2v, XXI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 235/2017 frá 15. desember 2017. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 7 frá 1. febrúar 2018, bls. 505-506.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1475 frá 26. janúar 2017 um flokkun leirskífa eftir nothæfi með tilliti til frostþols þeirra, samkvæmt EN 1304, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011, sem vísað er til í tölulið 1zzl, XXI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 234/2017 frá 15. desember 2017. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 7 frá 1. febrúar 2018, bls. 500-501.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2293 frá 3. ágúst 2017 um skilyrði fyrir flokkun, án prófunar, á krosslímdum timburvörum, sem falla undir samhæfða staðal­inn EN 16351, og vörum úr spónlögðu límtré, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 14374, með tilliti til viðbragða þeirra við bruna, sem vísað er til í tölulið 2w, XXI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2018 frá 23. mars 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 25 frá 19. apríl 2018, bls. 352-354.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/959 frá 24. febrúar 2017 um flokkun á nothæfi að því er varðar lárétta botnfellingu og skammtímavatnsdrægni varma­einangrunar­vara sem mótaðar eru á notkunarstað úr lausum sellulósa (LFCI) samkvæmt EN‑staðli 15101-1 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1227 frá 20. mars 2017 um skil­yrði fyrir flokkun, án prófunar, á vörum úr lagskiptu límtré, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 14080, og vörur úr gegnheilum, endaskeyttum viði sem ætlaðar eru í burðar­virki, sem falla undir samhæfða staðal­inn EN 15497, með tilliti til viðbragða þeirra við bruna, og um breytingu á ákvörðun 2005/610/EB, sem vísað er til í tölulið 2u, XXI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 233/2017 frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 7 frá 1. febrúar 2018, bls. 502-504.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1228 frá 20. mars 2017 um skilyrði fyrir flokkun, án prófunar, á utan- og innanhússmúrhúðunarefnum með lífrænum bindi­efnum, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 15824, og múrblöndum fyrir pússn­ingar­múr, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 998-1, með tilliti til viðbragða þeirra við bruna.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1475 frá 26. janúar 2017 um flokkun leirskífa eftir nothæfi með tilliti til frostþols þeirra, samkvæmt EN 1304, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2293 frá 3. ágúst 2017 um skilyrði fyrir flokkun, án prófunar, á krosslímdum timburvörum, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 16351, og vörum úr spónlögðu límtré, sem falla undir samhæfða staðalinn EN 14374, með tilliti til viðbragða þeirra við bruna.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett er með stoð í 1. tölul. 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 25. maí 2018.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica