Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

889/2017

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 814/2010, um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Við bætist nýr töluliður, sem verður 12. tölul., svohljóðandi, og breytast númer annarra töluliða samkvæmt því:
    Kalt ker: Laug eða ker með köldu vatni þar sem hitastig vatnsins er á bilinu 0-16°C.
  2. 12. tölul., sem verður 13. tölul., orðast svo:
    Laug: Ker eða þró með köldu eða volgu vatni, samheiti yfir hvers konar laugar, stórar sem smáar.
  3. 19. tölul., sem verður 20. tölul., orðast svo:
    Sund- og baðstaður: Hvers konar sundlaugar úti sem inni, setlaugar, iðulaugar, kennslu­laugar, varmalaugar, endurhæfingarlaugar, barnalaugar, busllaugar, köld ker, laugar á hótelum, sumardvalarstöðum og baðstofur.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo:
    Laugum er skipt í fjórar aðalgerðir, sundlaugar, varmalaugar, setlaugar og köld ker, með tilliti til mismunandi ákvæða um hitastig.
  2. 1. ml. 2. mgr. orðast svo:
    Eftir gerð hreinsibúnaðar og miðlun á klór eru laugar flokkaðar í eftirtalda flokka:
  3. Við ákvæðið bætist ný málsgrein, 3. mgr. sem orðast svo:
    Hvorki er gerð krafa um hreinsibúnað né sótthreinsun í köldum kerjum ef hægt er að tryggja heilnæmi vatnsins á annan hátt. Um heilnæmi vatns í köldum kerjum fer skv. 16. gr.

3. gr.

Í 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar falla brott orðin "fyrir 1. janúar 2013".

4. gr.

Á eftir orðinu "setlaugum" í 1. ml. 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar koma orðin: og köldum kerjum.

5. gr.

Við 17. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, 3. mgr. sem orðast svo:

Ákvæði þessarar greinar á ekki við um köld ker ef heilnæmi vatnsins er tryggt á annan hátt.

6. gr.

Fyrirsögn I. viðauka reglugerðarinnar verður: Örverurannsóknir vegna ákvæðis 3. mgr. 4. gr. fyrir C flokk lauga.

7. gr.

Í stað "1. janúar 2017" í ákvæði til bráðabirgða komi: 1. janúar 2021.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 15. tölul. 4. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og meng­unar­varnir, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, sbr. 3. mgr. 43. gr. laganna, og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 6. október 2017.

Björt Ólafsdóttir.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica