1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast fimm töluliðir, 39., 40., 41., 42., og 43. liður, sem orðast svo:
39) | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/863 frá 22. júní 2016 um breytingu á VII. og VIII. viðauka (viðvíkjandi húðætingu/húðertingu, alvarlegum augnskaða/augnsnertingu og bráðum eiturhrifum) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)), sem vísað er til í tölul. 12zc, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 176/2016, þann 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 918-922. | |
40) | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1005 frá 22. júní 2016 um breytingu á XVII. viðauka (viðvíkjandi asbesttrefjum (krýsótíli)) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)), sem vísað er til í tölul, 12zc, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/2016, þann 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 923-926. | |
41) | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1017 frá 23. júní 2016 um breytingu á XVII. viðauka (viðvíkjandi ólífrænum ammóníumsöltum) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)), sem vísað er til í tölul. 12zc, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/2016, þann 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 1925-1928. | |
42) | Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/823 frá 25. maí 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 771/2008 um reglur sem varða skipulag og málsmeðferð kærunefndar Efnastofnunar Evrópu, sem vísað er til í tölul. 12zs, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 178/2016, þann 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 927-932. | |
43) | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/266 frá 7. desember 2015 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 440/2008 þar sem mælt er fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir, að því er varðar efni, í því skyni að laga hana að tækniframförum (efnareglurnar (REACH)), sem vísað er til í tölul. 12zza, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 148/2016, þann 8. júlí 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 1479-1924. |
2. gr.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 16. nóvember 2016.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.