Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

1036/2016

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á IV. viðauka reglugerðarinnar:

  1. Í stað 26. liðar kemur nýr liður svohljóðandi:
    Blý í
    a) lóðningarefni á prentplötur,
    b) húðir á úttakstengjum á rafmagns- og rafeindaíhlutum og húðir á prentplötum,
    c) lóðningarefni til að tengja víra og rafstrengi,
    d) lóðningarefni til að tengja ferjöld og skynjara,
    sem notuð eru varanlega við hitastig undir -20°C við eðlileg notkunar- og geymsluskilyrði.
    Blý í lóðningarefni raftenginga við hitaskynjara í búnaði sem hannaður er til reglulegrar notkunar við hitastig undir -150°C.
    Fellur úr gildi 30. júní 2021.
  2. Við bætist einn nýr töluliður svohljóðandi:
    1. Kadmíumanóður í Hersch-rafhlöðum fyrir súrefnisnema sem notaðir eru í vöktunar- og stýribúnaði í iðnaði, þar sem þörf er fyrir meiri næmni en sem nemur 10 ppm. Fellur úr gildi 15. júlí 2023.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

  1. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1028 frá 19. apríl 2016 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni í rafmagnstengingar við hitamælingarnema í tilteknum tækjum í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 175/2016 frá 23. september 2016.
  2. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1029 frá 19. apríl 2016 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir kadmíumforskaut í Hersch-rafhlöðum fyrir tiltekna súrefnisskynjara sem eru notaðir í vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 175/2016 frá 23. september 2016.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 24. nóvember 2016.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica